18.11.2010 | 20:09
Viðbrögð ráðherra við ógn við réttarríkið.
Það kann að virðast á skjön að settir séu auknir fjármunir í dómskerfið á sama tíma sem dregið er úr brýnni þjónustu í heilbrigðisstofnunum.
En munurinn á þessu tvennu er þó sá að verkefni dómskerfisins hafa stóraukist svo að til vandræða horfir.
Ekki vegur það minna að ógn steðjar að réttarríkinu og réttarörygginu og slíkt getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. "Ef vér slítum í sundur lögin þá slítum vér og í sundur friðinn" var sagt forðum.
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skrifaði fróðlega blaðagrein um daginn um þann ágalla sem felst í því að hæstaréttardómarar séu of fáir og verkefni hæstaréttar of víðfeðm og rökstuddi hvernig slíkt getur skapað réttaróvissu.
Í andrúmslofti sem er lævi blandið og órói liggur í loftinu varðar miklu að dómskerfið valdi verkefni sínu.
Ef ég næ kjöri á Stjórnlagaþing (9365) mun ég beita mér fyrir því að dómsmálin verði skoðuð alvarlega, ekki til að flækja mál eða gera stjórnarskrána of flókna, heldur til að skapa ramma fyrir hugsanlegar umbætur, svo sem þeim að setja á fót þriðja dómstigið.
![]() |
Dómurum fjölgað tímabundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.11.2010 | 18:54
Flestir vilja hann og flestir vilja hann ekki.
Það er alveg dásamlegt að samkvæmt skoðanakönnun skuli flestir ekki vilja Sjálfstæðisflokkinn í stjórn á sama tíma sem flokkurinn á langmest fylgi í nýjustu skoðanakönnunum.
Ég nota orðið dásamlegt því að í þessu efni því að á yfirborðinu er þetta svo dæmigert Ragnars Reykáss heilkenni.
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú nánast þess fylgis sem hann naut á velmektarárum sínum á lýðveldistímanum þegar hann var í ríkisstjórn í fimm áratugi af sex.
Ef sams konar skoðanakannanir hefðu verið gerðar á þessum tíma og nú, hefðu vafalaust langflestir ekki viljað flokkinn í stjórn alveg eins og nú.
Þetta segir sína sögu um ríginn á milli hinna flokkanna. Þegar á hólminn var komið var Sjálfstæðisflokkurinn alltaf í þeirri aðstöðu að geta kippt einum þeirra uppí til sín.
![]() |
Flestir vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn í stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)