4.11.2010 | 23:11
Fyrir ofan Belgíu, Danmörku og Spán.
Það eru ekki góð tíðindi að Ísland skuli hafa fallið úr 1. sæti niður í það 17. á nýjasta þróunarlista S.Þ.
Heyra má mikil ramakvein út af þessu. Þegar nánar er skyggnst í listann sést þó að Belgía, Danmörk og Spánn eru næstu þjóðir fyrir neðan Íslendinga á listanum.
Er svona hræðilegt að eiga heima í þessum löndum?
Tvennt getur skýrt þetta.
1. Útkoman getur ráðist af forsendum sem gera listann ekki hóti betri en þær eru, það er, máltækið "garbage in - garbage out", ef þú setur hæpnar forsendur inn færðu hæpnar niðurstöður.
2. Íslendingar voru aldrei í efsta sæti. Græðgisbólan 2007 var að mestu tilbúningur, blekking og bókhaldsbrellur, allt frá hundraða milljarða gróða með kaupum og sölum á fyrirtækjum með tilheyrandi stórhækkandi og tilbúinni viðskiptavild til tilbúinnar þenslu sem gerði gengi krónunnar 30-40% hærra en það hefði átt að vera.
Íslendingar eiga enn stærsta, eyðslufrekasta og mest mengandi bílaflota á Vesturlöndum, búa í stærri íbúðum og húsum, eiga stærri og flottari sumarhús og njóta enn byltingar eignarhalds flatskjáa og tækja, sem þeir eignuðust með því að fjórfalda skuldir heimila og fyrirtækja.
Kaupmáttur er hér enn svipaður og hann var 2002 og á því ári minnist ég ekki annars en að við hefðum haft það býsna bærilegt, höfðum raunar aldrei haft það eins gott.
Út af stendur skuldavandi heimilanna, sem er nánast eina alvarlega meinsemdin, því ef allar þessar skuldir gætu horfið, væri bara býsna gott að búa á Íslandi fyrir alla.
Í staðinn hafa tugþúsundir fólks orðið illilega fyrir barðinu á Hruninu á sama tíma og tölur sýna, að þúsundir sem eiga eignir yfir 100 milljónir króna, hafa það betra en nokkru sinni fyrr.
![]() |
Ísland lækkar á lífskjaralista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2010 | 09:51
Bíll á hálftíma fresti.
Í eins og talsmaður Norðuráls hefur staðfest að það verði að vera ef það á að ná hagkvæmnisstærð. þeirri frétt að stóran flutningabíl með súrál á tveggja tíma fresti þurfi til að flytja súrál landleiðina frá Grundartanga til Helguvíkur mun þurfa svona bíl á hálftíma fresti þegar álverið verður orðið fjórum sinnum stærra
Í öllum fréttum af álverunum í Helguvík og á Bakka er þess gætt að nefna ekki hvað þau þurfa að verða stór á endanum. Enda vissara, því að hvorugt þeirra getur eins og er fengið nóga orku nema að farið verði síðar í stórfelldar virkjanaframkvæmdir langt út fyrir núverandi virkjanasvæði þegar okkur hefur verið stillt upp við vegg í þeim efnum.
![]() |
Skoða möguleika á að flytja súrálið með bílum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)