1.12.2010 | 16:55
Skemmtilegir hljómsveitarmenn.
Ég hef þekkt til Sniglabandsins í meira en tuttugu ár, enda er ég Snigill númer 200. Ég hef í nokkur skipti unnið með hljómsveitinni og andinn í henni hefur verið aldeilis óborganlegur.
Best þekki ég öðlinginn Pálma Sigurhjartarson. Hann var heimagangur hjá okkur, fæddur sama dag og Þorfinnur sonur okkar.
Unun hefur verið að vinna með þeim manni eins og til dæmis í söngleiknum Ást.
Ég óska Sniglabandinu til hamingju með afmælið.
![]() |
Sungið í háloftunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2010 | 16:30
Þörf samgöngubót.
Brú yfir Hvítá sem styttir leiðina milli Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps er þörf samgöngubót í héraði þar sem er mikil umferð ferðafólks og nauðsynlegt að tengja saman þéttbýlisstaði.
Nefna má fleiri staði á Suðurlandi þar sem brúargerð myndi stytta leiðir, svo sem yfir Þjórsá á milli Landssveitar og Gnúpverjahrepps og á milli Skeiða og Grímsness.
Hingað til hefur það oft tafið fyrir svona framkvæmdum að menn telja sig þurfa að bíða eftir virkjunum, sem hægt sé að nota sem forsendu fyrir þeim.
Á helstu ferðamannaslóðum erlendis sést hins vegar að slíkt er sjaldnast talin forsenda heldur samgöngubótin og ávinningurinn af henni í sjálfu sér.
![]() |
Fagna opnun Hvítárbrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2010 | 12:19
Misskilningur á kreiki varðandi tölurnar.
Ég sé á blogginu í dag miklar vangaveltur á kreiki hjá einstaka bloggara um úrslit Stjórnlagaþingkosninganna og það sem framundan er.
Eitt af umræðuefnunum er það að ekki hafi verið gefið upp nema það, hve mörg atkvæði hver fulltrúi fékk í 1. sæti. Var rætt um þetta á Bylgjunni í morgun. Á blogginu má lesa að þetta sé tortryggilegt.
En þetta er ekki rétt. Ég var að vísu ekki í Laugardalshöll þegar úrslitin voru kynnt og það var ekki fyrr en ég kom í viðtal upp á Rás 2 sem ég sá lista, sem landskjörstjórn hafði birt og afhent, þar sem fulltrúum var raðað í stafrófsröð og fyrir aftan þá nokkrir talnalistar þar sem kynna mátti sér þær tölur sem lágu til grundvallar úrskurði kjörstjórnar.
Á einum listanum rétt hægra megin við miðju var gefið upp hvað hver frambjóðandi fékk mörg atkvæði í 1. sæti, en Þorkell Helgason, sem þarna var og er einhver fróðasti kunnáttumaður um kosningar hér á landi, gaf aðspurður upp röðina, sem var aftast á listanum, en þar er tekið tillit til fleiri atriða en fylgis í 1. sætið.
Þessi röð var sáralítið frábrugðin röðinni gagnvart fylgi í 1. sætið. Þarna kom það fram að ég hefði verið í 2. sæti, rétt á undan Salvöru Nordal.
Þegar ég síðan kom niður á Bylgju í viðtal, strax á eftir, voru menn þar með röðina varðandi atkvæði í 1. sæti og þá var ég í þriðja sæti, rétt á eftir Salvöru Nordal.
Allir fjölmiðlarnir nema Síðdegisútvarp rásar tvö voru með þessa tölu og þessa röð og því var fólki kannski vorkunn að halda að kjörstjórn hefði aðeins gefið hana upp.
Mér finnst óþarfi að fara að gera þetta að einhverju stórmáli nú og jafnvel að reyna að gera störf landskjörstjórnar tortryggileg.
Á Stjórnlagaþingi verða allir fulltrúar jafnir og þeir ekki kynntir eins og Alþingismenn, þar sem einn er kynntur sem 1. þingmaður kjördæmisins og síðan koll af kolli.
![]() |
Íris Lind var næst inn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)