Það var hlegið að Laxness og Kjarval.

Á sínum tíma hentu menn gaman að þeirri forspá Halldórs Laxness í frægri blaðagrein að sú tíð kæmi að menn myndu moka ofan í þá hundruð kílómetra af skurðum sem þá var búið að grafa og var verið að grafa um allt land.

Varla hefði nokkrum manni dottið þá í hug, að Íslendingar myndu vekja aðdáun fyrir það erlendis að setja það fram sem eina af þeim ráðstöfunum til þess að drraga úr losun gróðurhúsalofttegunda að moka ofan í skurði, sem grafnir voru yst til dala og inn til innstu dala. 

Ekki þarf annað en fljúga yfir landið til að sjá hve miklu meira var grafið af skurðum en nauðsynlegt var, enda var skurðgröfturinn styrktur mjög af ríkisfé. 

Fyrir meira en 60 árum skrifaði Jóhannes Kjarval um þá framtíðarsýn að hvalaskoðun yrði mikilsverðari atvinnuvegur en hvalveiðar. Þótt þetta dæmi um fáránlega sérvisku og bull. 

Hvorugur þessara meistara lifði það að upplifa sönnun þess hve langt þeir voru á undan samtíð sinni. 


mbl.is Tillögum Íslands hrósað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við með í þessu?

Íslendingar hafa alla tíð staðið langt að baki nágrannaþjóðum okkar hlutfallslega í aðstoð við þróunarríki.

Í embættistíð Halldórs Ásgrímssonar þokuðumst við aðeins upp á við en síðan hefur aftur hallað á ógæfuhlið. 

Ég tel að ekki sé of djúpt í árinni tekið að nota orðið ógæfuhlið í þessu efni, því þegar litið er til þeirrar örbirgðar, ömurlegs umhverfis, sults og seyru, sem viðgengst í þessum ríkjum, verða vandamál okkar hér heima næsta léttvæg. 

Það er hins vegar umhugsunarefni ef stór hópur samborgara okkar á ekki fyrir mat. Leggst sú skömm þá ofan á þá skömm að okkar ríka samfélag heldur sig í skammarkróknum varðandi hjálp til nauðstaddasta fólks í heiminum. 

 


mbl.is Stóraukin framlög til þróunarríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband