15.12.2010 | 14:53
Allir þurfa að fara í "meðferð".
Þegar áfengissjúklingurinn eða fíkniefnaneytandinn neyðist til að fara í meðferf telja kunnáttumenn um þessi mál mikilvægt að allir hinir nánustu fari í svokallað "meðvirknismeðferð" til þess að lagfæra slæman hugsunarhátt sem byggðist á því að "kóa" með hinum sjúka.
Ég birti álíka lýsingu og Jón Gnarr gerir nú í bókinni "Kárahnjúkar - með og á móti" þegar ég leitaði skýringa á því af hverju stefndi hér á allgert hrun, sem ég spáði reynar líka að væri óhjákvæmilegt.
Ég hef oft vitnað í orð Hannesar Smárasonar og Sigurjóns Þ. Árnasonar í viðtölum í tímaritinu Krónikunni þar sem Hannes lýsir því skýrt hvernig búin var til viðskiptavild upp á hundruð milljarða með því að braska með félög og það skóp gróða sem var bara froða.
Sigurjón lýsir því að kynslóð hans, sem nú hafi tekið við þessum málum, trúi því að allt sé hægt og sé að þessu leyti "algerlega hömlulaus."
Og lokapunktur Hannesar er: "Það hefði engum dottið í hug að gera það sem við erum að gera nema fólki sem veit engan veginn hvað það er að fara út í."
Þetta blasti við öllum, stjórnmálamönnunum, tugþúsundum fólks sem lét blekkjast og "kóaði" með, og ekki síst blasti þetta við fjölmiðlunum.
Nú þurfa allir að fara í meðferð sem afléttir aðaleinkenni fíkninnar, - í þessu tilfelli peningafíkninnar, - en það eru lygin og blekkingin sem er viðurkenndur grundvöllur alls siðrofs, - líka þess sem hér varð og er því miður enn í gangi á mörgum sviðum.
![]() |
Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2010 | 14:13
Ég trúi því ekki. Og þó?
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að rekstur Sólheima sé í uppnámi eftir að farsælan feril í áttatíu ár.
Ég trúi því ekki að það sé satt að sveitarfélögin austans fjalls vísi Sólheimum frá sér sitt á hvað og ekkert þeirra vilji taka að sér lögbundið hlutverk í því efni, heldur bendi á aðra.
Ég trúi því ekki að nú fari að vera viðeigandi að lesa fyrir fólkið þar söguna af litlu gulu hænunni, þar sem kötturinn sagði "ekki ég", hundurinn sagði "ekki ég" o. s. frv.
Ég trúi því ekki að framtíð íbúa Sólheima verði sett í uppnám eftir að tekist hefur að búa þessu fólki öryggi frá barnæsku allt fram á efri ár þeirra margra.
Ég trú því ekki fyrr en ég tek á því að Sólheimar skuli hafa komist í gegnum margfalt verri kreppu á fjórða tug síðustu aldar en nú ríkir og allt fari síðan nú á versta veg þar hjá margfalt ríkara þjóðfélagi en var fyrir þremur aldarfjórðungum.
Og þó. Á þessum síðustu árum verður maður kannski að sætta sig við það að þurfa að trúa hverju sem er.
![]() |
Verður rekstri Sólheima hætt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)