En skilja álverin nokkra orku eftir?

Alcoa og kínverskt álfyrirtæki eru efst á forgangslista varðandi orku á Norðausturlandi. Aðeins er búið að tryggja innan við þriðjung þeirrar orku sem þau muni þurfa ef þau eiga að ná þeirri stærð, sem eigendur þeirra telja nauðsynlega til þess að rekstur þeirra verði viðunandi.

Svipað er varðandi álverið í Helguvík. Það er efst á forgangslista hér syðra og ekki búið að finna orku fyrir það.

Hvar eiga þá minni fyrirtæki, sem eru neðar á forgangsröðunarlistanum, að fá orkuna.

Vísa til nýjustu pistla minna hér á mbl.is og á eyjan.is um þessi mál.  


mbl.is Netþjónabú boðin velkomin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýra í andlitið?

Lilja Mósesdóttir minntist á ýmislegt í Kastljósviðtali í kvöld, meðal annars það að skipulagsmál og skortur á orku hamli framgangi Helguvíkurálvers, alveg burtséð frá skoðunum VG í því efni.

Það munaði nokkrum klukkustundum að hún hefði getað greint frá máli, sem ég hef haft ávæning af síðustu misseri en ekki fengið staðfestingu á fyrr en nú, en þýðir einfaldlega það að langur, langur vegur er frá því að fyrir hendi séu þau 650 megavött af orku, sem Alcoa þarf fyrir 340 tonna álver sitt á Bakka. 

Þetta sést í frétt á visir.is með afar jákvæðri fyrirsögn um það að Landsvirkjun ætli að fjárfesta 1,5 milljörðum króna í rannsóknir vegna orkuöflunar á Norðausturlandi. Búið að eyða 9 milljörðum og ætlunin að fara í 10,5. 

Bravó! Hrópa þá flestir. Allt fyrir álverið! Þetta er á fullri ferð.

En þegar fréttin er lesin nánar kemur þveröfugt í ljós sem líkja má við það að menn fái sýru í andlitið. 

Yfirleitt blogga ég ekki um það sama á blogginu hér og á eyjan.is en geri undantekningu í þetta sinn og vísa í ítarlegri pistil minn þar. 

Gróf niðurstaða fréttarinnar á visir.is er þessi: Í stað 150 megavatta við Þeystareyki og 150 megavatta við Kröflu, samtals allt að 300 megavött, eru nú í hendi 45 megavött við Þeystareyki og 50-60 megavött við Kröflu ef hægt verður að ráða við sýruvandamál í borholunum þar, sem enn hefur ekki fengist lausan á! 

Með öðrum orðum: Í stað allt upp í  300 megavött er nú verið að tala um allt niður í 45 megavött! 

Þetta má nú kalla að fá sýru í andlitið. 


mbl.is Segist styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband