Komast sumir í 25-30 lítra!

551510.jpgBandaríski risapallbíllinn er eitt af táknum gróðabólunnar miklu líkt og Range Rover sem fékk strax viðurnefnið Game Over við Hrunið. 

Allt of hátt gengi krónunnar, ótakmörkaðir lánamöguleikar og tíðarandi græðgi og bruðls urðu til þess að þessum bílum var mokað inn í landið.

Sumir þeirra voru taldir nauðsynlegir til að draga stórar hestakerrur, hjólhýsi og báta en langflestir þessara bíla voru miklu stærri en þörf var á.

Til landsins voru fluttar þúsundir pallbíla sem voru hátt í fjögur tonn að þyngd með 3-500 hestafla vélum og lengdin hátt á sjöunda metra.

Ef slíkum bíl er ekið innanbæjar að vetri til getur eyðslan hæglega orðið 25-30 lítrar á hundraðið og sama er uppi á teningnum þegar ekið er hratt á þjóðvegum eða með þungan drátt. 

Verð á gangi af hjólbörðum undir svona bíla hleypur á hundruðum þúsunda króna. 

Myndin á mbl.is af pallbílnum, sem lagt er á ská yfir gangbraut og upp á gangstétt á móti rauðu merki sem bannar umferð í akstursstefnu tröllsins er mjög dæmigerð 2007 mynd.

 Það er skondið að sjá menn, einn í hverjum bíl, reyna að troðast á þessum stóru bílum í þrengslum og inn í stæði á leið þeirra til að versla í Bónusi eða Hagkaupum! 


mbl.is Pallbílamenningin í nauðvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljómi yfir Thoroddsen-ættarnafninu.

Gunnar Thoroddsen var slyngur píanóleikari og lagasmiður. Emil Thoroddsen var eitthvert besta tónskáld sem Íslendingar hafa átt og samdi til dæmis frábær lög við verk Jóns Thoroddsens.

Það er ljómi yfir þessu nafni og ákaflega viðeigandi að Björn Thoroddsen fái þá viðurkenningu sem styrkur úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsens. 

Hann er tónlistarsnillingur sem sver sig í ættina og á þessa viðurkenningu svo sannarlega skilið.

Til hamingju, Björn!   Vísa í blogg mitt á eyjan.is um Gunnar Thoroddsen.


mbl.is Hlaut styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldnar bætt við en ekki.

Í lok árs 1938 fóru á kreik kviksögur um að Hermann Jónasson og Jónas frá Hriflu væru í leynilegum viðræðum við Sjálfstæðismenn um að koma inn í ríkisstjórn vegna stríðshættu í Evrópu og afleitrar stöðu þjóðarbúsins. 1939 var "þjóðstjórn" Framsóknar-Alþýðu-og Sjálfstæðisflokks mynduð. 

1953 var mikið talað um að þáverandi stjórnarflokkar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur, fengju Alþýðuflokkinn með sér í stjórn. Af því varð ekki.

Í árslok 1958 og fram á árið 1959 gældi Ólafur Thors við þá hugmynd að endurvekja þrigga flokka "nýsköpunarstjórn" en niðurstaðan varð  Viðreisnarsamstarf Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks sem entist í 12 ár.

Oftar en ekki hefur verið horfið frá því að hafa fleiri flokka í ríkisstjórn en sem nemur því að hafa meirihluta á þingi, þótt hann hafi verið tæpur eins og var 1959. 

Í samræmi við það ættu að vera litlar líkur á því að Framsóknarflokkurinn komi með í ríkisstjórn núna nema að fleiri en þremenningarnir Lilja-Ásmundur-Atli hlaupi út undan sér. 


mbl.is „Missa sig í spunanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnir hafa áður staðið tæpt en staðið þó.

Viðreisnarstjórnin hafði mjög tæpan þingmeirihluta, einkum síðustu árin, en stóð það þó af sér út þrjú kjörtímabil.

Stjórn Gunnars Thoroddsens stóð enn tæpar og það voru ýmist Eggert Haukdal, Albert Guðmundsson eða Guðrún Helgadóttir sem gátu fellt stjórnina en gerðu það þó ekki.

Jafn tæpt stóð stjórn Steingríms Hermannssonar í byrjun og þurfti Steingrímur að hafa mikið fyrir því að hafa Stefán Valgeirsson góðan. a drjúgan þingmeirihluta. 

Stjórn Þorsteins Pálssonar hafði gríðargóðan meirihluta í árið 1987 en sprakk þó eftir rúmt ár. Það þarf ekki að vera ávísun á styrka stjórn að haf

Stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar hafði líka stóran meirihluta 1947 en sprakk eftir tvö ár. 

Stjórn Ólafs Jóhannessonar hafði mjög myndarlegan meirihluta 1978 en sprakk eftir aðeins rúmt ár.

Þegar meirihlutinn er tæpur verður samheldni stjórnarmeirihlutans oft meiri en þegar hver þingmaður um sig getur hugsað sér að fara út af línunni. 

Það er því ekkert gefið að núverandi stjórn yrði sterkari með því að gera hana að þriggja flokka stjórn, eins og síðastnefndu þrjár stjórnir voru. 

Í raun hefur núverandi stjórn verið þriggja flokka stjórn frá upphafi vegna mismunandi áherslna þingmanna VG. 

Ef þrír þingmenn VG hætta nú stuðningi við stjórnina mun það einungis verða staðfesting á klofningi sem hefur verið fyrir hendi í meira en ár. 

Það gæti þjappað þeim sem eftir sitja í stjórnarmeirihlutanum meira saman en auðvitað gæti það líka orðið til þess að hann sæi sitt óvænna vegna tæps meirihluta eins og gerðist eftir kosningarnar 1995 og 2007. 

 


mbl.is Leita að Evrópusinnuðum þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband