5.12.2010 | 19:35
Möguleikarnir eru óendanlega margir.
Eilífðin og óendanleikinn eru grundvöllur alheimsins, sem á sér engin takmörk.
Tíminn á heldur engin takmörk, hann byrjaði aldrei og hann endar aldrei.
Möguleikarnir á að líf þróist víðar en á jörðinni eru óendanlega margir og sömuleiðis óendanlega margir möguleikar á lífi af óendanlega mörgum gerðum, bæði efnislegu lífi og vitsmunalegu lífi.
Hugtökin allt og ekkert eru aðeins til í afmörkuðu rými, - á svipaðan hátt og árið 2010 er afmarkaður tími en tíminn sjálfur hins vegar óendanlegur.
![]() |
Áður óþekkt lífgerð fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.12.2010 | 14:52
Stolt þjóðarinnar laskað.
Það hefur löngum verið stolt íslensku þjóðarinnar að hér hefur verið mun stærri millistétt en víðast annars staðar, meiri jöfnuður í milli stétta og hlutfallslega færri verið annað hvort fátækir eða ríkir.
Í "græðgisbólunni" fór þett að breytast, því að bæði fátækum og mjög ríkum fjölgaði strax þá.
Síðan kom Hrunið og fátækum heldfur áfram að fjölga og sumir virðast geta borist á eins og stórrikir menn.
Stór hluti millistéttarinnar, sem áður svar svo fjölmenn, er nú orðinn að hópi skuldaþræla.
Kaupmátturinn er að vísu sá sami og hann var 2002 og þá var bara ágætt að lifa á Íslandi.
En margföldun skulda heimilanna hefur sett allt á hvolt.
Mér sýnist að allstór hluti millistéttarinnar hafi það þrátt fyrir allt sæmilega gott.
Ég hef á þessu ári starfa minna vegna orðið að aka mjög oft austur fyrir fjall og flesta daga vikurnnar er bíll við bíl seinni partinn frá Selfossi til Reykjavíkur. Fullt af fólki heldur áfram að fara í sumarbústaðina sína og aldrei hefur verið meiri aðsókn á dýra jólatónleika.
Jólahlaðborðin hafa sennilega aldrei verið fleiri.
En stolt þjóðarinnar, hin fjölmenna millistétt, er stórlega laskað og biðraðirnar hjá hjálparstofnunum þjóðarskömm ofan á alla skömmina sem við höfum haft af Hruninu og aðdraganda þess.
![]() |
Telur millistéttina enda í fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)