6.12.2010 | 22:52
En Davíð varaði samt alvarlega við ?
Enn er í minnum það sem Davíð Oddsson sagði um það að hann hefði einslega strax á útmánuðum 2008 varað Landsbankamenn og fleiri við því að hrun gæti dunið yfir.
Árni Mathiesen segir hins vegar að aðrir hefðu á þessum tíma ekki haft svona miklar áhyggjur heldur aðallega af lausafjárvanda Landsbankans og því ekki verið efni til mikilla aðgerða.
Í lokin er síðan klykkt út með það að hvort eð er hefði engu breytt þótt stjórnvöld hefðu gripið hraustlega í taumana, það hefði jafnvel orðið verra ef þau hefðu gert það.
Og Árni segist enga ábyrgð hafa borið á bönkunum, þeir heyrðu undir viðskiptaráðherrann sem reynt var að halda sem mest frá upplýsingum og umræðum í innsta hring stjórnarinnar.
Þar með skilur maður betur það sem Árni sagði á Alþingi þegar einhverjir stjórnarandstöðuþingmenn voru að agnúast út í stjórnarstefnuna vorið 2008: "Sjáið þið ekki veisluna, drengir?"
Í ágúst 2008 tók Geir H. Haarde svo til orða þegar hann var spurður út í orðalagið "að aðgerðarleysið hefði borið árangur" að það væri kannski ekki svo fjarri lagi, því að gengisfall krónunnar hefði stórminnkað viðskiptahallann.
Setningarnar "hvort eð er", "maybe I should have" og fleiri slíkar lifa í minningunni.
![]() |
Flutningur Icesave ekki bætt stöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.12.2010 | 09:42
Hlýindi á Labrador og Suður-Grænlandi.
Ef einhverjir eru farnir að efast um hlýnun loftslags vegna kaldra daga að undanförnu, bæði hér á landi og á meginlandi Evrópu, ætti hann að kynna sér hvernig veðrið hefur verið á Nýfundnalandi, Labrador og Suður-Grænlandi undanfarnar vikur.
Það þarf raunar ekki að hafa mikið fyrir því að sjá þetta því að hiti á þessum slóðum sést vel á yfirlitskortunum, sem birt eru með veðurfregnum Sjónvarpsins á hverju kvöldi.
Í fyrradag sást hvernig hlýr loftmassi barst frá norðanverðum Grænlandsjökli til suðausturs yfir Íslands og verður slíkt að teljast frekar óvenjulegt.
Hnattræn hlýnun birtist í meðaltalshita á jörðinni en ekki á tímabundnum sveiflum á einstökum svæðum.
![]() |
Svipaður hiti hér og í Afríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.12.2010 | 09:37
Enginn er betri en keppinauturinn leyfir.
Ofangreind orð, sem gilda í íþróttum og hvers kyns keppni, hafa oft grimmilegan blæ í augum þeirra sem horfast í augu við þau sannindi sem í þeim felast.
Stundum er það líka haft á orði að "þú breytir ekki vinningsliði."
Þegar Eiður Smári þurfti að sitja hvað lengst á bekknum hjá Barcelona var það ekki vegna þess að á þeim tíma væri hann svona lélegur, heldur vegna þess að helstu lykilmenn liðsins voru mikilvægir í sigurgöngu liðsins, þeir voru ómeiddir og í fullu fjöri og í hópi bestu knattspyrnumanna heims.
"Líttu á það hverjir sitja á bekknum til að átta þig á því hvað keppnislið er raunverulega gott" hefur stundum verið sagt og það átti við um Barcelona þá og um mörg önnur lið.
Við þekkjum þetta vel úr handboltanum, þar sem meiðsli setja oft strik í reikninginn.
Það sem hrjáir Eið Smára er fyrirbæri, sem þekkt er í íþróttum og hljóðar svona: Því miður er það svo, að eftir að þú kemst á hæsta toppinn, er aðeins ein leið framundan, niður á við.
Eiður Smári hefur verið á þeirri leið eftir að hann náði lengra en nokkur íslenskur knattspyrnumaður hefur gert í marga áratugi.
Nú er það hann sjálfur sem einn verður að bera ábyrgð á því í hve góðu formi hann er og hvernig hann spilar úr spilum sínum.
Mörgum afreksmönnum ber saman um að síðustu árin á ferlinum hafi verið miklu erfiðari en þau fyrstu meðan þeir voru ungir.
Til þess að halda sér við toppinn þurftu þeir að æfa miklu betur og samfelldara en fyrr og beita sjálfa sig meiri aga. Það þarf Eiður að gera, hvort sem honum líkar betur eða verr og eina spurningin er hversu vel honum tekst það.
![]() |
Pulis: Eiður fer hvergi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)