7.12.2010 | 19:16
Hvenær verður tékkað á stefnuljósunum?
Það er af hinu góða að lögreglan taki stikkprufu á ökuhraða og sekti menn fyrir of hraðan akstur. Það er til umhugsunar og aðvörunar fyrir ökumenn.
En það er hægt að valda óöryggi, hættu og töfum í umferðinni á fleiri vegu en með of hröðum akstri.
Einkum er ónóg notkun stefnuljósa áberandi og hvers kyns tillitsleysi, til dæmis með því að tefja fyrir umferð fyrir aftan sig með óþarfa seinlæti þannig að bílar komist seint og illa áfram á beygjuljósum.
Einnig að stöðva bíla sína þannig hægra megin út við gangstétt þegar þeir ætla til vinstri á gatnamótum, að bílar sem ætla til hægri, komast ekki framhjá inn á auða götuna þeim megin.
Ökumenn sem koma niður Fellsmúla og ætla til hægri inn á Grensásveg gefa til dæmis yfirleitt ekki stefnuljós og stöðva þannig að óþörfu alla umferð neðan úr Skeifuhverfinu inn á Grensásveg til suðurs.
Svipað má sjá á mörgum T-gatnamótum borgarinnar og gott dæmi um skort á notkun stefnuljósa eru öngþveiti og tafir sem verða oft á mótum Skipholts og Háaleitisbrautar.
Ég skora á lögregluna að taka til hendi í þessum málum. Það getur hún gert með því að nota tvö eða fleiri lögreglubía og hafa einn þeirra vopnaðan myndavél til þess að hægt sé að hafa hendur í hári þeirra brotlegu þótt síðar verði eða ekki hægt að gera það fyrr en talsvert eftir að þeir eru komnir áfram í átt frá gatnamótunum.
Í umferðarlögum er ákvæði sem skylda ökumenn til að haga akstri sínum þannig að það skapi sem öruggasta og greiðasta umferð. Ekkert ákvæði íslenskrar umferðarlaga hefur verið eins oft og almennt brotið og þetta í bráðum heila öld.
Það versta við þessa hegðun er sú að þegar umferðin er tekin sem heild þá tapa allir á þessu, líka þeir sem halda á því augnabliki, sem þeir hegða sér svona, að þeir séu einir í umferðinni.
![]() |
Fimmtungur ók of hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.12.2010 | 16:31
Mannauðurinn og einstæð náttúra.
Tvær mestu auðlindir Íslands eru mannauðurinn og einstæð íslensk náttúra. Í órofa sambandi við mannauðinn er íslensk tunga sem grundvöllur íslenskrar menningar.
Dagur íslenskrar tungu er dagur íslenskrar menningar og mannauðs sem mynda grundvöll velferðar og virðingar okkar sem þjóðar. Ef við kunnum vel með þetta að fara mun okkur vegna vel.
Þess vegna skiptir það máli hve vel íslensk skólabörn standa sig í lesskilningi, stærðfræði og fleiri greinum.
Einstæð náttúra og meðferð hennar er annar hornsteinn heiðurs og virðingar okkar sem sem þjóðar og vörslumanna þess mikla auðs fyrir hönd mannkyns alls.
Ef við skoðum til hlítar meðferð okkar á þessu mikla verðmæti er ekki víst að við stefnum í það að vera fyrir ofan meðallag meðal þjóðanna.
Við höfum lengi gert okkur grein fyrir gildi íslenskrar tungu og menningar og reynt að standa okkur í því efni. Meðal annars þess vegna höfum við haft dag íslenskrar tungu.
Það segir sína sögu um það hve andvaralaus við höfum verið gagnvart hinum hornsteini virðingar okkar og orðstirs að fyrst nú skuli hafa verið ákveðið að hafa í fyrsta sinn á næsta ári dag íslenskrar náttúru.
Land, tunga og þjóð mynda þá undirstöðu "gróandi þjóðlífs sem þroskast á Guðsríkis braut" eins og skáldið sagði.
P.S. Nú heyri ég í sjónvarpsfréttum að íslensku skólabörnin séu neðarlega hvað snertir þekkingu og skilning á náttúrunni og umhverfismálum. Það rímar við það sem ég segi hér að ofan varðandi meðferð okkar á þessum mestu verðmætum Íslands.
![]() |
Ísland í 10.-11. sæti í PISA-rannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)