Af hverju "afar miklar afleiðingar fyrir Evrópu"?

John McFall, formaður fjárlaganefndar breska þingsins, hittir naglann á höfuðið þegar hann segir að náist ekki lausn í Icesavedeilunni "verði afleiðingarnar afar miklar fyrir Evrópu."

Þarna nefnir hann höfuðástæðuna fyrir hegðun Breta, Hollendinga og fleiri þjóða gagnvart okkur. 

Það er upplýsandi að heyra um þessar "afleiðingar" því að þær munu augljóslega birtast í því að svipuð mál sé að finna í nágrannalöndum okkar og þau jafnvel miklu stærri. 

Og eru þau mál okkur að kenna? Nei, þar er um að kenna gölluðu regluverki Evrópusanbandsins og sameiginlegum afleiðingum fjármálabólunnar, sem látin var grassera á alþjóðavísu en ekki bara á Íslandi. 

Það þarf að útskýra vel fyrir alþjóðasamfélaginu á hvern hátt Íslendingar ætla, þrátt fyrir allt, að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Bæði við sjálf og aðrar þjóðir þurfa að vita, hverjar þær séu og hvernig þetta flókna mál allt er vaxið. 

Í því gagntilboði sem íslenska samninganefndin spilaði síðast út er fólgin mikil ábyrgðartilfinning íslensku þjóðarinnar sem viðsemjendur okkar mættu taka sér til fyrirmyndar í stað þess að reyna að sópa sínum eigin stóra vanda undir teppið. 


mbl.is McFall: Telur að lausn verði að nást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir sáum um að halda refnum í skefjum fyrir landnám?

Í tengslum við hugmyndir um náttúrulífstengda ferðaþjónustu í kringum allt villt dýralíf á Vestfjörðum blossa upp miklar umræður um það að refurinn sé á góðri leið með að útrýma fuglum í friðlandinu á Hornströndum. 

Snorri goði spurði á Alþingi árið 1000: "Hverju reiddust goðið er hraunið brann er nú stöndum vér á" og spyrja má svipaðrar spurningar varðandi það að refurinn muni ganga af fuglalífi á Hornströndum dauðu:

Fyrst það þarf að skjóta refi til þess að vernda fuglalífið, hvers vegna var þá yfirleitt það fugla- og dýralíf á Hornströndum sem þar var þegar Geirmundur Heljarskinn nam þar land?

Var refurinn ekki búinn að vera friðaður þar í þúsundir ára?  Hverjir sáu um að halda honum í skefjum áður en mennirnir komu?

Svar við þessu veitti hvalasérfræðingur einn mér þegar ég spurði hvort friðun hvala myndi verða til þess að þeir myndu éta upp allan fisk á Íslandsmiðum.  

Hann sagði: Yfirleitt gildir það í ósnortinni náttúru að hún leitar jafnvægis. Þegar hvalir hafa étið ákveðið magn af fiski kemur að því að fæðan handa hverjum hval verður minni og þar með fækkar þeim aftur af sjálfu sér og lífríkið leitar jafnvægis.

Þetta er eina ástæðan sem ég get fundið fyrir því að refurinn var ekki búinn að útrýma öllu lífi á Hornströndum í þau þúsundir ára sem hann fékk að vera þar óáreittur.

Fæðuframboðið hlýtur að takmarka vaxtarmöguleika refastofnsins þannig að hið óáreitta dýralíf muni leita svipaðs jafnvægis og var þegar landnemarnir komu fyrst þangað.  


mbl.is „Villt dýr að féþúfu“ á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband