23.4.2010 | 19:05
Hlutunum snúið við.
Fólk af suðvesturhorninu er áreiðanlega ekki hrifið af því að þurfa að fara fyrst yfir á annað landshorn áður en það flýgur til útlanda.
En með því að gera þetta getur það sett sig í spor Akureyringa og annars landsbyggðarfólks, sem þarf að að jafnaði að fara yfir á annað landshorn og út á ysta útskaga þess í suðvestri til að komast til útlanda.
![]() |
Annríki á Akureyrarflugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
23.4.2010 | 08:56
Viðkvæmni þotuhreyflanna.
Ekkert eitt atriði hefur haft jafn mikil áhrif á flug og afl hreyflanna á síðustu öld. Þess vegna komst vél Wright-bræðra ekki lengra eða hærra í fyrsta fluginu.
Allt fram á sjötta áratuginn voru vélar almennt knúnar bulluhreyflum sem voru sömu gerðar og bílhreyflar og gengu fyrir bensíni. Og flestar litlar flugvélar nútímans, svo sem þær sem eru á meðfylgjandi mynd og ég nota mest, eru knúnar slíkum hreyflum.
Einnig bílarnir, sem við notum í dag, svo sem sá gamli sem ég ætla á austur á Selfoss í dag til að hafa til þar til taks og til að sækja flugvél, sem ég flýg síðan til Reykjavíkur.
Og í Reykjavík mun ég nota annan gamlan til að snattast um.
Stærð flugvéla markaðist eingöngu af afli þeirra og stærsta almenna farþegavélin í lok bensínhreyflaaldarinnar í flugi var DC-7B, sem gat aðeins borið fimmtung þess sem stærstu þotur gera nú, flogið helmingi hægar og mun lægra en þær.
Stærstu bulluhreyflrnir skiluðu 3400 hestöflum hver. Nú skila stærstu þotuhreyflarnir u. þ. b. 40 þúsund hestöflum eða meira en tífalt meira afli.
Messerschmitt 262 komst í gagnið síðasta ár heimsstyrjaldarinnar og hafði yfirburði yfir vélar bandamanna, svo sem Mustang-vélina.
Þetta byggðist á þeim eiginleika þotuhreyflanna að soga óhemju magn af lofti á miklum hraða inn í brunahólfið og spýta síðan sjóðheitu loftinu út um hann að aftanverðu. Þessi "knýr" eins og það heitir á tæknimáli, knúði flugvélina og ekki þurfti loftskrúfu til þess.
Upp úr 1950 komu síðan skrúfuþotur til skjalanna, þar sem þotuhreyflar knúðu skrúfur í stað þess að knýrinn byggðist eingöngu á því að þeyta sjóðheitu lofti aftur úr hreyflinum.
En megin eiginleiki og kostur skrúfuþotuhreyflanna var hinn sami og hjá þotuheyflum, að nota kný sjóðheits lofts til að skapa afl, sem var mun meira en hjá bulluhreyflunum.
Flestar íslensku þyrlurnar og flugvélar, sem eru notaðar í innalandsflugi, eru knúnar skrúfuþotuhreyflum.
Þess vegna verður að fella flug þeirra niður ef öskumettað loft er á flugleið þeirra. Stærsti kostur þeirra, sem er það hve mikið magn af lofti þær geta sogið inn í í sig. En þetta er jafnframt helsti veikleiki þeirra ef loftið er ekki hreint.
![]() |
Farþegaþotur á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)