24.4.2010 | 21:18
Mjög óvenjulegt og lúmskt ryk.
Greint hefur verið frá því að ryk hafi verið yfir viðmiðunamörkum í dag. Ég hef ekið um á opnum bíl síðan í morgun og ekkert ryk hefur sest á hann eins og gerist jafnan þegar svifryk er á götum borgarinnar.
Þetta er alveg nýtt fyrir mig.
Þegar sól fór að síga seinnipartinn sást vel hve sólarljósið var dauft í rykmistrinu sem liggur hér yfir.
Það er eins og þetta ryk setjist ekki heldur haldist furðu lengi á lofti. Af þessum sökum er þetta öskuryk ákaflega lúmskt og getur hugsanlega að einhverju leyti smogið í gegnum ýmsar síur frekar en annarskonar ryk.
Eigendur smáflugvéla höfðu hægt um sig í dag og spöruðu margir flugfáka sína. Flugskólar kusu að setja vélar sínar inn og fljúga þeim ekki heldur bíða og sjá til.
Ég bendi á afar góðan bloggpistil Haraldar Sigurðssonar um þetta efni í dag.
![]() |
Flugvél farin til Glasgow |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2010 | 13:42
Sérfræðingar í London. Af hverju ekki hér líka ?
Það er íslenskt eldfjall sem hefur valdið flugþjónustunni búsifjum í mestallri Evópu og nú síðast hér heima.
Aðgerðum vegna öskufalls úr Eyjafjallajökli stjórna sérfræðingar sem eru í London og grúfa sig þar yfir tölvur og vinna meðal annars úr gögnum úr tveimur rannssóknarflugvélum sem sendar eru á loft með afar háþróuð og dýr mælitæki til að mæla öskumagnið í lofti og afla annarra gagna.
Ég hef verið að velta vöngum yfir því hvort ekki sé tímabært og raunar liggi á því að við Íslendingar athugum sjálfir hvort hægt sé á einfaldari og ódýrari hátt að afla gagna um öskuna á heimavelli, ef svo má segja og leggja þar með bæði okkur sjálfum og alþjóðasamfélaginu til þekkingu á þessu sviði á meðan eldfjallið gýs.
Ég veit að innan íslenska kerfisins hefur svipað verið íhugað. Það liggur hins vegar á að gera þetta á meðan aska kemur enn úr fjallinu og öll ný þekking núna gæti orðið dýrmæt síðar.
Við eigum góða sérfræðinga á þessu sviði í háskólasamfélaginu og þetta verkefni gæti orðið dýrmætt fyrir það markmið að hér á landi liggi ævinlega fyrir besta fáanlega þekking á sviði jarðvísinda og náttúrurannsókna.
![]() |
Geta flogið frá Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)