Gerðu hér góða hluti 1994.

Það eru góðar fréttir að liðsmenn Top Gear séu á leið til landsins. Þáttur, sem þeir gerðu hér í ferð 1994 var víst sýndur oft og víða enda voru efnistök þeirra mjög skemmtileg.

Þeir urðu góð landkynning, það er næsta víst. 

Kannski verður þetta til þess að ég verði að taka fisið mitt "Skaftið" niður úr loftinu á samgöngusafninu á Skógum, láta gera við hreyfilinn og fljúga til móts við Top Gear að nýju eins og ég gerði við Litlu Kaffistofuna 1994. Í þetta sinn uppi við gosstöðvarnar á Fimmbörðuhálsi? 


mbl.is Top Gear hyggst skoða eldgosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galli 38 tommu reglunnar.

dscf5756_978410.jpgEnn einu sinni gildir um veðrið að fylgjast ævinlega vel með veðurhorfum og haga sér í samræmi við það.

Í fréttum Sjónvarpsins í gær var greint frá því að aðeins jeppum á 38 tommu dekkjum eða stærri væri hleypt upp á Fimmvorðuháls. 

Þetta er ágæt regla, svo langt sem hún nær þegar um algengustu stærð jeppa er að ræða.dscf5755_978411.jpg

Hún er þó strangari en var í langri  hálendsferð 4x4 klúbbins árið 2000, en þá var bílum á 36 tommu dekkjum líka hleypt með.  

 

En hún er ósanngjörn þegar um er að ræða jeppa, sem eru léttari en ca 1800 kíló. 

Ástæðan er sú að tvennt ræður því einkum, hve jeppar fljóta vel á snjónum. 

Annars vegar stærð dekkjanna og hins vegar þyngd bílanna. 

Ég hef formað formúlu fyrir stærð hjólspors jeppa í snjó og flotgetu þeirra, sem hefur margsannast í jöklaferðum á misstórum bílum, nú síðast í tveimur ferðum mínum um Mýrdalsjökul. p1011360_978412.jpg

Í fyrri ferðinni var ég á Suzuki Vitara (Geo Tracker) ´91 með blæjum. Á 35 tommu dekkjum vegur þessi bíll 1220 kíló. Það gefur honum 100% flotgetu samkvæmt töflu hér fyrir neðan. 

Ég var í samfloti með Landcruiserjeppum á 44 tommu dekkjum, sem sem eru ca 2800-3000 kíló. 

Á efstu myndinni er Súkkan á vestanverðri Goðabungu og blasa eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi og Tindfjöll við.  dscf5298_978414.jpg

Útkoman var sú að Súkkan fór allt sem stóru jepparnir fóru á meðan hún var í sínum eigiun hjólförum, sem eru helmingi grynnri en förin eftir stóru jeppana. 

Seinni ferðina fór ég á 37 ára gömlum Range Rover á 38 tommu dekkjum, vegna þess að þá vorum við fimm saman í bílnum.

Þessi bíll er 2100 kíló og geta hans í snjónum (91% flot)  var síst meiri en Súkkunnar.

Á meðfylgjandi mynd sést fjórhjól til vinstri, en ferðir þeirra um jökulinn byggjast á sömu lögmálum og ferðir jeppanna varðandi flotgetu dekkja á léttum farartækjum. dscf5468_978421.jpg

Flestir jepparnir í þessum ferðum voru á 38 tommu dekkjum og ca 2500-2700 kíló að þyngd. 

Samkvæmt formúlu minni (sjá töflu) var geta þeirra lakari en Súkkunnar.

Ég hef slegist í för með Jöklarannsóknarfélaginu tvívegis í rannsóknarferðir á Vatnajökul á minnsta jöklajeppa landsins, sem er Suzuki Fox ´86. 

Hann vegur aðeins 950 kíló og það gefur honum svo gott flot (95%) að sums staðar átti hann best með að komast um jökulinn og gaf jeppum á 38 tommu dekkjum síst eftir.dscf0006.jpg

Á meðfylgjandi mynd er hann á norðanverðum Vatnajökli með Kverkfjöll, Öskju og Herðubreið í baksýn. 

Á næstu mynd fyrir neðan er hann á Bárðarbungu með útsýn yfir Vonarskarð, Tungnafellsjökul, Sprengisand og Hofsjökul.  

Landcruiserjeppinn vinstra megin er fastur, en Súkkan stendur vel í sínum grunnu förum. (Útkoman varð þó jafntefli í leiðangrinum, Súkkan var dregin þrisvar en dró aðra jeppa þrisvar) 

Ýmis atriði, svo sem læsingar á drifum, hafa talsvert að segja, svo og þungdreifiing og þyngdarpunktur jeppanna.

Ég hef notað gamlan Toyota Hilux sem er minnsti Toyota jöklajeppi landsins til að draga bátinn Örkina austur á Kárahnjúkasvæðinu.

Hann er aðeins 1620 kíló, læstur, með lækkuð drif og á 35 tommu dekkjum sem gefa honum um 75% flotgetu, sem er svipað og á nýjum jeppum á 38 tommu dekkjum. 

Þessi bíll hefur spjarað sig vel í jöklaferðum. 

Þyngdarpunktur og þungadreifing hans er afar heppileg (mjög léttur að aftan, sem kemur sér vel á leið upp brekkur) 

44 tommu dekk eru ekki radial dekk og því ekki hægt að hleypa eins miklu úr þeim með góðu móti eins og minni dekkjum.

Í krapi eru jeppar á stærstu dekkjunum duglegastir og langir jeppar á stórum dekkjum duglegastir að komast upp á skarir í ám. 

En flotformúlan segir mest. Nothæf á bíla jafnt sem fjórhjól og jafnvel flugvélar. 

Hún er svona: Ummáll dekks x breidd x hæð frá jörðu upp í felgu x 0,28. 

 Síðasta talan er notuð til að fá útkomu í kílóum, sem gefur til kynna, að jeppi af þeirri þyngd hafi 100% flot, þ. e. flot, sem gerir hann færan í allar venjulegar jöklaferðir. 

Hlutfallsleg geta, miðað við þyngd viðkomandi bíls, fæst með því að deila með þyngd bílsins í flotgetuþyngd dekksins:  Dæmi: 2100 kílóa bíll á 38 tommu dekkjum: 1900 deilt með 2100 = ca 90%.

Flot dekkjanna er sem hér segir: 

44 tommu = 3300 kíló. Flestir jeppar með svona dekk eru hátt í 3 tonn. 2800 kg bíll: Yfir 100% flot

38     "        1900  "    Elsti Hilux /Cherrokkee:100% flot.

                                  Nýir jeppar (2,4-2,6 tonn) 70-80% 

                                 37 ára gamall Range Rover (2100 kíló): 92% flotgeta. 

36   "          1550  "     Elstu Hilux/Cherokkee (ca 1800 kíló)     90% flot.    

35   "          1220  "    1620 kílóa Hilux: 75% flot.Vitara (1220 kíló)  100%.    

33   "          1040    "    Fox-Súkkur, ca 1100 kíló: yfir 90% flot.  

32   "            890   "     Minnsti jöklajeppinn (950 kíló)  yfir 90% flot.

31   "            730  " 

30   "            600  "  

Samkvæmt þessu ættu jeppar á 33-35 tommu dekkjum í SÍS, Sambandi íslenskra Súkkueigenda, að fá að fara inn á jökulinn, enda fóru nokkrir slíkir í ferð síðastliðinn skírdag og stóðu sig vel. 

Sömuleiðis léttir Hilux og Cherokke jeppar á 36 tommu dekkjum.

Einnig gamli Hiluxinn minn (minnsti Toyota jöklajeppi landsins) með sitt 75% flot, læsingar, lækkað drif og frábær þyngdarhlutföll (léttur að aftan) , sem er með álíka mikla flotgetu og er hjá nýjum jeppum á 38 tommu dekkjum. 

Ef þeir, sem hleypa jeppum í ferðir hafa hjá sér flot-töfluna ofangreindu, líta á skoðunarvottorðið og bæta ca 150-250 kílóum við eftir aðstæðum og meta getu bílsins miðað við hleðslu hans, ættu þeir að geta hleypt jeppum inn á á sanngjarnan hátt. 

 dscf5468_978420.jpg


mbl.is Óveður á gossvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband