Askan er ekki yfir alveg öllu.

"Á þetta að vera á Listahátíð í Reykjavík?" spurði Egill Eðvarðsson þegar hann gekk fram hjá mér uppi í Sjónvarpi í dag og sá myndir sem ég var að skoða á skjá myndavélar minnar. p1011698.jpg

"Nei," svaraði ég, "en gæti kannski einhvern tíma orðið að sýningaratriði á Hvolsvelli". 

Myndirnar eru þær sem sjá má í þessari bloggfærslu síðdegisins þegar þær verða allar komnar inn.

Þær sýna að 25 fermetrar af túni bóndans að Vestra-Garðshorni rétt vestan við Hvolsvöll höfðu sloppið algerlega við öskufall þótt svart lag af ösku væri allt í kring. p1011700_990412.jpg

Engin furða að Egill yrði hissa þegar hann sá þessar myndir á færi, því að engu er líkara en að stað hvítrar flugvélar, sem varpaði dökkum skugga á jörðina, væri kominn ljós skuggi sem svartur hlutur, flugvélin, varpar á jörðina.

Efsta myndin er tekin eftir að flugvélin hefur verið færð fram fyrir staðinn þar sem hún stóð þegar askan féll lárétt af himnum. 

Titill myndarinnar gæti verið "Aska-flug-landbúnaður"  "Ash-Aviaton-Farming".

Myndirnar voru teknar strax eftir að askan féll í morgun og Frúin síðan færð hið snarasta í gott bað á hlaðinu á Vestra-Garðshorni, komið með hana aftur og hún sett á sama stað. p1011690.jpg

Ef ég hefði haft flugvélina á túni Lambhaga rétt hjá Hótel Rangá, eins og hún hefur líka verið að undarförnu, hefði hú hún sloppið nær alveg við öskufalli, svo skörp voru skil mesta öskufallsins við Eystri-Rangá í morgun.

En þá hefði ég aldrei getað tekið svona mynd. 

Og mestu af þessu rigndi sem svartri drullurigningu á aðeins 20 mínútum.

Öskufallið í morgun sýnir að enda þótt miklar búsifjar hafi orðið undir Eyjafjöllum og í Mýrdal af völdum öskufalls hefur þó verið lán í óláni ef heildarmyndin er skoðuð, að mikið af öskunni hefur borist stystu leið á haf út. 

Það hefur verið ljóstýra í öllu öskumyrkrinu að mun verra hefði verið að fá hana allan tímann yfir Suðurlandsundirlendið sjálft og samanlagt tjón mun meira.  

P. S.  Með bloggpistlinum á undan þessum birtast loksins myndirnar, sem voru teknar uppi við gíginn í fyrradag og ég ætlaði alltaf að birta með þeim pistli. 

Sú neðsta er hin sama og birtist í Morgunblaðinu. 


mbl.is Aska yfir öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband