26.5.2010 | 12:24
"Hvort eð er" hugarfar?
"Hvort eð er" hugarfar á miklum vinsældum að fagna hér á landi. Það byggist á því að þegar allt er með endemum skipti ekki lengur máli þótt haldið sé áfram á þeirri braut, það sé hvort eð er búið að klúðra svo miklu.
Þetta hugarfar skín til dæmis í gegn þegar um umhverfisvernd eða náttúruvernd er að ræða. Við erum hvort eð er svo rækilega búin að rýja okkur öllu áliti erlendis að það tekur því ekki að vera neitt að reyna að rétta hlut okkar.
Með þessu hugarfari má réttlæta að ráða fólk í vinnu í borgarstjórn Reykjavíkur sem ýmist hefur aldrei komið nálægt neinu slíku eða gerir það opinbert að það ætli ekki að vinna þessi störf heldur auglýsir eftir fólki til að gera það.
Slíkt er auðvitað með endemum en þá er bara yppt öxlum og sagt: Stjórnmálamenn eru hvort eð er búnir að haga sér með endemum síðustu ár og við Íslendingar erum hvort eð er orðnir frægir að endemum.
![]() |
Mikið forskot Besta flokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)