29.5.2010 | 08:12
"Hnjúkurinn gnæfir..."
Í tilefni dagsins og gönguferða á Hvannadalshnjúk læt ég flakka hér brot úr texta við lagið "Hnjúkurinn gnæfir."
HNJÚKURINN GNÆFIR. (Með sínu lagi)
Hnjúkurinn gnæfir, til himins sig teygir, -
hamrahlíð þverbrýnt, ísað stál.
Ógnfagur rís hann, ögrandi þegir,
inn í þig smýgur hans seiðandi mál.
Bjartur sem engill andartak er hann.
Alheiður berar sig blámanum í.
Á sömu stundu í fötin sín fer hann,
frostkalda þoku og óveðursský.
Hvers vegna´að klífa´hann?
Hvers vegna að sigra´hann ?
Hvers vegna öll þessi armæða´og strit ?
Hví ertu góði að gera þig digran?
Geturðu´ei stillt þig ? Skortir þig vit ?
Hvers vegna finnst þér hans ögrun til ama ?
Af hverju að hætta sér klærnar hans í ?
Svarið er einfalt og alltaf það sama:
Af því hann rís þarna, - bara af því.
![]() |
200 manns fara á Hvannadalshnjúk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)