9.5.2010 | 19:51
Hvaða þrír ráðherrar vilja missa stólinn sinn ?
Fækkun ráðuneyta var eitt af stefnumálum Íslandshreyfingarinnar fyrir kosningarnar 2007. Þetta hefur svo sem oft verið rætt en ekki þarf annað en líta yfir þróun ríkisstjórna frá 1917 til dagsins í dag til að sjá að útilokað virðist að fækka ráðherrum.
Þeim hefur hins vegar fjölgað jafnt og þétt og virðist ómögulegt að fækka þeim. Ástæðan er auðvitað mannleg og skiljanleg: Ef fækka á ráðherrum úr tólf í níu, hvaða þrír vilja missa stólinn sinn?
![]() |
Ríkisstjórnin fundar enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.5.2010 | 19:42
Flókið mál.
Ég fór austur að Rangá í dag til að sinna gosinu. í ljós kom að það var til lítils því að norðvestanáttin, sem ríkt hefur, hefur minnkað svo mkið að upphitun Suðurlandsundirlendisins tekur af henni ráðin fyrir neðan 5000 feta, eða 1500 metra hæð.
Þegar hringt var í veðursímann 9020600 var gefinn upp um 10 hnúta norðvestanvindur í 5000 feta hæð í stað 30-35 hnúta að undanförnu.
Og í loftlögum þar fyrir neðan var komin austanátt sem bar öskuna vestur fyrir Gunnarsholt og Landvegamót um tvöleytið og glögglega mátti sjá hvernig þetta öskumettaða loft barst vestur með suðurströndinni í átt til Reykjanesskagans.
Þegar sólin lækkkaði á lofti í kvöld tók norðvestanáttin aftur völdin, en loftið var þó áfram aðeins mettað og örþunn öskuslikja hafði sest á rúður og þök bíla.
Útbreiðsla öskunnar er flókið mál, því að eins og þessi lýsing sýnir geta loftstraumar verið mjög mismunandi eftir hæð frá jörðu og áhrifum upphitun jarðarinnar.
![]() |
Háloftin áfram öskusvört |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)