9.6.2010 | 23:28
Einu sinni var það blóðtaka.
Fyrir þúsaldarfjórðungi þótti lækning fólgin í því að taka sjúklingum blóð þegar þeir voru mikið veikir.
Eitthvað rámar mig í að með þessu væri talið að fólk væri "hreinsað" og sýktum vessa.
Engum dettur nú í hug að nota þessa lækningaraðferð, hvað þá að segja við sjúklinga að þeir geti hætt að nota lyf, sem þeir hafa þurft að taka.
Á sjöunda áratugnum var hasspípan vinsæl og átti að vera hugbætandi og gersamlega meinlaust efni.
Annað kom í ljós. En nú er stólpípan tekin við.
![]() |
Kvartað yfir detox til landlæknis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2010 | 18:19
Er orðið "siðlegt" týnt?
Fræg urðu orð Vilmundar heitins Gylfasonar: "Löglegt en siðlaust!" þegar því var haldið fram að ákveðið athæfi, sem Vilmundur gagnrýndi harðlega, hefði verið fyllilega löglegt.
Orð Vilmundar höfðu áhrif á sínum tíma, - vörpuðu ljósi á það hvernig skaðleg spilling í getur þrifist í skjóli ófullkominna laga.
Þegar Ólafur Ólafsson segist engin lög hafa brotið þarf í ljósi þeirra gagna, sem nú hafa verið birt, að svara þeirri spurningu hvort það sem um ræðir hafi verið eitt af þrennu; - bæði löglegt og siðlegt, löglegt en siðlaust eða bæði lögbrot og siðlaust.
![]() |
Braut engin lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)