20.7.2010 | 08:20
Kemur vonandi ekki til Íslands.
Það er eitt aðalatriði stemingar á íþróttavöllum að það heyrist í börkum og höndum áhorfenda. Ærandi lúðrasuð sem yfirgnæfir allt annað drepur þessa stemningu.
Ég minnist þess frá æskuárum hvað það var skemmtilegt að vera á Melavellinum eða jafnvel utan hans og heyra rokurnar í áhorfendum sem skullu eins og öldur á næsta nágrenni hans, ýmist fagnaðaröldur, vonbrigðaöldur eða æsingaröldur.
Ef stanslaus og ærandi vuvuselahávaði yfirgnæfir allt er verið að eyðileggja steminguna sem er aðalatriði hvers leiks, mismunandi hvatningarsöngva og klapp þar sem stuðningshópar liðanna eru líka að keppa á áhorfandapöllunum.
Ef þörf verður á er það sjálfsagt mál að banna notkun svona tækja hér á landi.
![]() |
Tottenham bannar vuvuzela |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)