Hundur var félagsmálaráðherra.

Hundar hafa komið alloft við sögu í sambandi við bifreiðar og er mér minnisstætt atvik í fréttum p1011434.jpgSjónvarpsins haustið 1995 þegar birt var frétt mín af smölun Húnvetninga á Auðkúluheiði.

Í miðri fréttinni hófst viðtal við Pál Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra, og var gert ráð fyrir að í útsendingunni birtist nafn hans á skjánum þegar viðtalið hæfist. 

Fyrir slysni dróst það í tíu sekúndur að birta nafnið en þá var komin á skjáinn mynd af hundi, sem sat undir stýri á bíl og undir þessari mynd af hundinum birtist nafnið "Páll Pétursson, félagsmálaráðherra". p1011432_1006653.jpg

Var mönnum ýmist skemmt eða urðu leiðir vegna þessara mistaka sem ekki urðu aftur tekin. 

Myndirnar með þessum bloggpistli tók ég við Einimel í Reykjavík á dögunum en engu var líkara en að hundur væri þar bílstjóri.


mbl.is Hundurinn læsti bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf jafn gaman!

Ég fór á völlinn eftir mjög langt hlé í kvöld með tengdasonum mínum og dóttursyni til að sjá mína menn.

Þeir unnu ekki í kvöld. Þeir lentu 0:2 undir snemma í fyrri hálfleik og fengu á sig víti sem þó var varið glæsilega. En það var samt ógurlega gaman því að það er svo magnað hvað rígfullorðnir menn sleppa sér alveg aftur og aftur á svona leikjum og verða frá sér numdir af tilfinningum af ýmsu tagi, hrifningu, fyrirlitningu, æsingi, dofa, reiði, vorkunn, andúð, aðdáun, von og vonleysi til skiptis. 

Það er hrópað og dómarinn verður fljótlega óvinsælasti maðurinn á vellinum og fylgjendur beggja liða sammála um það. 

Það er rifist úm atvik, leikaðferðir, leikmenn, þjálfarana og hvað sem er. 

Síðan skora mínir menn í uppbótartíma í lok fyrri hálfleiks og gerast síðan betri aðilinn á vellinum í síðari hálfleik, alveg að gera mann vitlausan af spenningi og ótta við að andstæðingarnir skori og vinni sigur. 

Þegar jöfnunarmarkið kemur verður allt vitlaust og enn vitlausara þegar okkar maður er rekinn útaf og hægt að rífast um það atvik jafn lengi og um gatmarkið fræga á Melavellinum fyrir meira en hálfri öld sem menn rífast enn um. 

Ég hélt þá með Skagamönnum og fannst boltinn lenda réttu megin inni í markinu hjá þeim, en gamlir Valsmenn, vinir mínir, eru enn jafn sannfærðir um að boltinn hafi gert gat á fúið þaknetið og farið þar í gegn. 

Mínir menn sóttu stíft þótt þeir væru einum færri síðasta kafla leiksins og maður var haldinn mörgum sterkum tilfinningum í leikslok, vonbrigðum um að þeir skyldu ekki uppskera meira úr öllum færunum, óánægju með útafreksturinn og hrifningu á strákunum hvað þeir börðust allt til leiksloka eins og ljón. 

Ég fór með peysu með mér á völlinn ef það skyldi verða of kalt að sitja og horfa á, en var svo sjóðheitur allan leikinn af æsingi að peysan var óþörf. 

Aldeilis makalaust hvað eltingarleikur 22jaa manna við leðurtuðru getur skapað mikið tilfinningarót og haldið á manni hita þótt maður sitji allan tímann nema þegar allir rísa upp í æsingi og hrópa sig hása þegar mörkin og marktækifærin koma.

Alltaf jafn gaman!  Alveg eins og á Melavellinum í gamla daga! Alveg eins og var alltaf og verður alltaf! 

Lifi knattspyrnan!  Áfram Fram! Áfam Ísland! Áfram íþróttirnar! 


mbl.is Gunnlaugur: Þetta var mjög sérstakur leikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband