9.7.2010 | 14:15
Sjálfsagt mál.
Það er að sumu leyti til marks um viðhorf margra Íslendinga að nýráðinn bæjarstjóri Akureyringa þurfi að taka það fram að hann sé bæjarstjóri allra bæjarbúa.
Í lýðræðisþjóðfélagi býður fólk sig fram til trúnaðarstarfa og tekist er á um það hver eigi að fá starfið.
Sá, sem fær starfið, hefur oftast fengið það vegna þess hann sjálfur, viðhorf hans og stefnumál hafa fengið meira brautargengi en aðrir frambjóðendur fengu. Þar af leiðandi vita allir hver þessi stefnumál og viðhorf voru og eftir að búið er að velja ákveðinn mann, er hann vinnu hjá öllum kjósendum en ekki bara þeim sem kusu hann.
Af því leiðir að Barack Obama er forseti allra Bandaríkjamanna og telur sig sjálfan vera það og þjóna þeim öllum eftir bestu getu og samvisku en ekki aðeins þeim sem kusu hann.
Og á móti er sjálfsagt mála að allir líti á Obama sem sinn forseta, sinn þjón, en ekki bara þjón demókrata.
Hér á Íslandi eru þeir hins vegar margir sem eiga erfitt með að kyngja því að annar en þeirra óskaframbjóðandi sé ráðinn í trúnaðarstarfið. Þeir sætta sig ekki við hann í starfinu og vilja annað hvort einungis viðurkenna þann sem þeir sjálfir kusu eða einhvern sem engar skoðanir þorir að hafa eða láta þær í ljós.
Dæmi um þetta er starf forseta Íslands. Sumir telja að aðeins eigi að kjósa í það starf manneskju, sem forðist eins og heitann eldinn að gefa upp skoðanir sínar í málum sem kunna að vera umdeild.
Það er að vísu rétt að forsetinn, eins og allir aðrir, sem eru í vinnu hjá þjóðinni, eiga að sýna öllum kjósendum tillitssemi, virðingu og velvilja eftir því sem kostur er, - taka tillit til mismunandi skoðana þeirra, þarfa og aðstæðna.
En það á ekki að þýða það að mínum dómi að forsetinn megi ekki hafa skoðun á málum eða láta þær í ljós. Hann á að geta verið allra þjónn án þess vera skoðanalaus og litlaus.
![]() |
Bæjarstjóri allra Akureyringa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)