Fjölgun í stóriðjulausum fjórðungi.

Athyglisvert er að skoða mannfjöldatölur síðustu 50 ára. Í mikilli síbylju Austfirðinga um að sá landsfjórðungur berðist við mesta fólksfækkun gleymdist að geta þess að á árunum 1960 til 2000 hafði fólki fjölgað þar verulega á sama tíma og fólki á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra fækkaði stórlega.

Síðan var það gefið út að stóriðja myndi skapa fólksfjölgun til frambúðar upp á 1500 manns. 

Þá gleymdist að athuga að stór hluti þeirra sem hæst lét um að fá stóriðjuna gerði það vegna þess að tímabundið hærra húsnæðisverð á meðan á framkvæmdum stóð gerði þeim kleift að flytja í burtu. 

Nú er mikið sífrað um það að aðeins stóriðja á Bakka geti "bjargað" Norðurlandi eystra frá hruni. 

Þvert ofan í það er það eini fjórðungurinn þar sem fólki fjölgar á sama tíma og fækkar á Austurlandi.

Fækkunina þar er ekki lengur hægt að skýra með því að virkjanaframkvæmdir hafi hætt.

Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað eru meðal skuldugustu svæða landsins og auðar íbúðir þar samsvara því að 11000 íbúðir stæðu auðar á Reykjavíkursvæðinu. 

Íbúar á Djúpavogi segja nú að þeim hafi verið sagt, að ekki væri hægt að fá betri veg yfir Öxi nema stóriðjan kæmi. Nú segjast þeir hafa verið sviknir um þetta

Áratugum saman voru fluttar fréttir, oftast fremstar í fréttatímum, af "hruni" byggðar í Mývatnssveit ef Kísiliðjan yrði lögð niður. 

Síðan gerðist það en "hrunið" lætur á sér standa. 


mbl.is Landsmönnum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamaður víki vegna óskeikulleika?

Ég tel mig knúinn til að taka upp merki Eiðs Svanbergs Guðnasonar í málvöndun varðandi mistök blaðamannsins sem skrifar tengda frétt um óhlutdrægni dómara, - fæ ekki orða bundist. 

Hann eyðileggur fréttina með því að skilja ekki orðið óhlutdrægni. 

Hann snýr við merkingu orðsins og er það með ólíkindum vegna þess að höfuðatriði í verklagi blaðamanns er hið sama og dómara, að sýna óhlutdrægni, það er að gera sjónarmiðum jafnhátt undir höfði, vera ekki hlutdrægur.

Ég leyfi mér að efast um hæfni blaðamannsins úr því að hann kann ekki skil á jafn mikilvægu grundvallaratriði í starfi sjálfs hans.  

Að Ragnar Aðalsteinsson krefjist þess að dómari víki vegna óhlutdrægni fær ekki staðist.  

Þvert á móti krefst hann þess að dómari víki vegna hlutdrægni.

Ég vona að blaðamaðurinn geri ekki frétt um það að ég ber fram þessa gagnrýni. 

Ef hann gerði það myndi hann orða það svona: Ómar Ragnarsson krefst þess að blaðamaður víki fyrir það að vera óskeikull.


mbl.is Efast um óhlutdrægni dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband