Upp með steminguna !

Þótt það sé nokkuð svalt miðað við það sem verið hefur á þessu heita sumri er bjart og fallegt um að litast í höfuðborginni í dag.

Við getum þar að auki aukið á stemninguna sjálf með því að njóta þess að vera til í dag og nýta okkur fjölbreytta dagskrá í allan dag út um alla borg. 

Bendi á lag á tónlistarspilaranum hér til vinstri á síðunni, sem gefur tóninn.  Það heitir Reykjavíkurljóð en er reyndar fyrir misgáning merkt okkur Gunnari Þórðarsyni. 

Ragnar Bjarnason borgarlistamaður 2006 syngur með kvartettinum Borgarbörnum og undirleik stórhljómsveitar Gunnars Þórðarsonar. 


Gamla sagan um lögregluskýrsluna.

Orðræðan núna um skýrslur um lögreglumál minnir á gamla sögu af lögreglumanni sem fann lík í Fishersundi.

Til þess að skýrslan væri pottþétt dró hann líkið upp í Garðastræti af því að hann vissi ekki hvernig ætti að skrifa orðið Fishersund. 

Einnig kemur í hugann kjaftasaga frá þeím tíma þegar bandaríska verktakafyrirtækið Bechtel innleiddi byltingarkenndar öryggisreglur við smíði álversins í Reyðarfirði og óhöpp og slys á vinnustaðnum nánast hurfu samkvæmt skýrslum.

Einhverjir gárungar kváðust þá hafa rekið augun í það, að samkvæmt slysaskýrslum hefði samsvarandi slysum stórfjölgað í heimahúsum á svæðinu. 


mbl.is Taka undir orð formanns síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband