Svartur húmor í máltækjum.

Nokkur máltæki í flugi eru grimmileg og hlaðin svörtum húmor.  Það kemur í hugann við að heyra um það að flugmaður hafi gleymt að setja niður hjólin í lendingu í Japan.

Orðtökin eru þessi: 

1. Það eru til tvær tegundir af flugmönnum: Þeir sem hafa magalent og þeir sem eiga eftir að gera það. 

2. Það eru til tvær tegundir af flugmönnum:  Hræddir flugmenn og dauðir flugmenn. 

3. Lærðu af mistökum annarra flugmanna því að þú munt aldrei lifa það af að gera þau sjálfur. 

Sjálfur lenti ég í því í upphafi flugmannsferils míns að minnstu munaði að ég magalenti á Reykjavíkurflugelli. 

Eftir það setti ég mér þá ófrávíkjanlegu reglu að það síðasta sem ég gerði fyrir hverja lendingu sem ég ætti eftir á ferlinum, væri að segja í hljóði við sjálfan mig: "Hjólin niðri", jafnvel þótt ég væri áður búinn að tékka á því að þau væru niðri og jafnvel þótt ekki væri hægt að taka hjólin upp á vélinni og þau því föst niðri allan tímann ! 

 


mbl.is Gleymdi að setja niður hjólabúnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Urðu að ósk minni.

Ég bloggaði í gær um það hugarfar sem ég vonaðist til að sjá hjá tveimur liðum í efstu deildinni í kvöld, Haukum og Fram.

Það ætti að byggjast á því hvað Haukana snerti að sýna fram á það að þeir gætu unnið hvaða lið sem væri og ekki bara það, heldur líka ráðið úrslitum um það hver yrði Íslandsmeistari. 

Þeir hafa þegar sýnt fram á það fyrrnefnda og nú er bara að sjá hvort hið síðarnefnda fylgir í kjölfarið. 

Framararnir, mitt lið, stóð líka fyrir sínu. Þeir hafa unnið sex leiki, gert fimm jafntefli og tapað fimm leikjum og yrirleittt hefur markamunurinn verið lítill. 

Það bendir til þess að þrátt fyrir að nokkrir leikir hafi tapast í röð með litlum mun sé liðið með nokkuð stöðugan karakter og geti þess vegna átt góða siglingu á lokaspretti mótsins. 


mbl.is Langþráður sigur hjá Haukunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fengu að valsa um í stóriðjuvímunni.

Það blasti við öllum almenningi hvernig stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur völsuðu um og gerðu fyrirtækið að einu allsherjar spilavíti á árum gróðærisbólunnar.

Reist var fáránlega stórt monthús sem auðvitað þurfti að gnæfa yfir öll önnur hús í borgarhlutanum og eytt í það sem svarar um tíu milljörðum króna á núvirði. 

Til að hagræða kostnaðartölum voru frágangur lóðar og framkvæmdir þar færðar sem viðhald en ekki stofnkostnaður og annað var eftir því. 

REI-málið sýndi í hnotskurn hvert menn voru komnir í takmarkalausri skammtímagræðgi sem hvergi hefur kristallast betur en í stóriðjustefnunni, sem nú hefur beðið algert skipbrot. 

Þegar þenslunni var hrundið af stað með framkvæmdum við Kárahnjúka lýstu stjórnvöld því yfir að ekki yrði gert neitt svipað annars staðar sem gæti aukið þensluna svo mikið að hún færi úr böndunum. 

En það var einmitt það sem gert var og ekki má gleyma borgarstjórnarfundinum fræga þar sem þrátt fyrir fjölmennustu mótmæli fram að því var það atbeini þáverandi borgarstjórnar Reykjavíkur sem réði úrslitum um að farið var af stað við Kárahnjúka. 

Ekki var farið að ráðum núverandi orkumálastjóra og tekið tillit til álits margra mætra vísindamanna og raka andstæðinga þessarar stefnu og finna marga smærri og betur borgandi kaupendur að orku og virkja síðan af öryggi og framsýni á þann hátt að ekki væri hætta á ofnýtingu og rányrkju á virkjunarsvæðunum. 

Hið þveröfuga var gert, öll orkan seld á niðursettu verði til stórs kaupanda og tekin erlend stórlán til að fjármagna þetta afbrot gagnvart komandi kynslóðum. 

Allt þetta lá fyrir meðan á því stóð en með skipulagðri þöggun á meginatriðum málsins, bæði hvað snerti virkjanirnar og fjármálin fengu menn að valsa um að vild í fílabeinsturninum í Ártúnshverfinu þar sem meira en þrjátíu manns vinna við almannatengsl. 

 

 


mbl.is Tveggja stafa hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband