24.8.2010 | 20:08
Sama trú og hjá fríkirkjunni.
Það á ekki að vera vandræðum háð í frjálsu landi að vera í því trúfélagi sem hver kýs eða þá utan trúfélaga.
Enn minni vandkvæði ættur að vera að ganga úr þjóðkirkjunni í einhvern af fríkirkjusöfnuðum landsins sem játa sömu evangelisku kristnina og þjóðkirkjusöfnuðirnir.
Enda eru prestar þjóðkirkju og fríkirkjan gjaldgengir sitt á hvað og er séra Baldur Kristjánsson dæmi um prest sem var fríkirkjuprestur en fékk skipun í embætti í þjóðkirkjunni.
Dæmi eru líka um presta sem hafa verið þjóðkirkjuprestar en orðið fríkirkjuprestar.
Þjóðkirkjan gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðlífinu en henni hefur verið hyglað á sumum sviðum um of á kostnað annarra trúfélaga.
Helsta vandamál hennar er líkast til það að hún upphefji sig um of og líti of stórt á sig og leggi yfirlætislegan skilning í setninguna "...ég trúi á.....heilaga almenna kirkju..."í trúarjátningunni.
Þótt köllunin er heilög og háleit gildir hið sama um kirkjunnar menn og okkur öll að við erum ófullkomin og breysk. Þess vegna lagði Kristur svo mikið upp úr játningu, iðrun, yfirbót og fyrirgefningu.
Ýmislegt sem sést hefur eða heyrst til kirkjunnar fólks, samanber sumt sem séra Baldur Kristjánsson segir frá í dag, sýnir að þetta er ósköp venjulegt fólk með kosti og galla af ýmsu tagi.
![]() |
Hvarflað að forsætisráðherra að segja sig úr þjóðkirkju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)