25.8.2010 | 10:23
Kosið um allt annað en aðalmálið.
Gjaldþrot stóriðjustefnunnar er nú að byrjað að koma í ljós hvað Reykvíkinga snertir. Í útvarpi lýsir sjálfur Alfreð Þorsteinsson hugarfari borgarstjórnar Reykjavíkur á þann hátt að kalla borgarfulltrúana fíkla hvað fjármál Orkuveitunnar snerti.
Ballið byrjaði fyrir alvöru á útmánuðum 2003 þegar borgarfulltrúar Samfylkingar klofnuðu um Kárahnjúkamálið og fulltrúar VG voru á móti. Þá hlupu fulltrúar stóriðjuflokkanna undir bagga til að koma upphafi þenslunnar og síðar Hrunsins af stað.
Á Alþingi var því hafnað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkamálið og aðalmálið varð að koma af stað húsnæðislánasprengingu sem bjó til stóran hluta af eldsmat Hrunsins.
Um orkumálin var ekki kosið í borgarstjórnarkosningunum 2002 og í kosningum 2006 var heldur ekki kosið um þá stefnu, sem fylgja ætti í þessum málum þótt fulltrúar F-listans reyndu að halda þessu máli á lofti og andstöðu sinni við stóriðjustefnuna.
Fulltrúar VG töldu sig tilneydda á þessum árum að hafa Framsóknarmennina í R-listanum góða hvað snerti orkumálin svo að R-lista samstarfið héldist.
REI-málið var lifandi afsprengi þessa hugarfars.
Í kosningunum 2007 reyndi Íslandshreyfingin að gera stóriðjumálin að aðalmáli en allir aðrir flokkar lögðust á eitt síðustu virkurnar fyrir kosningar að gera þær að rifrildi um það hvernig ætti að eyða hinum tilbúna gróða gróðærisbólunnar.
Í kosningunum í vor var enn einu sinni forðast að gera orkumál að kosningamáli og ekki kosið um þau, heldur var kosið um ísbjörn í Húsdýragarðinum, hvítflibbafangelsi í Arnarholti og skemmtilegt borgarstjóraefni, sem lofaði skemmtilegri borg og að hann myndi hygla vinum sínum á gagnsæjan hátt.
Það hentaði engum að orkumálin kæmust upp á yfirborðið.
Rómarkeisarar lögðu upp úr því að skaffa lýðnum brauð og leiki. Nú horfast fjármálafíklar borgarstjórnar í augu við brauðskort en tekst að tryggja leiki í formi flugeldasýningar í boði Vodafone.
Vísa í blogg mitt á eyjunni í dag um mál Helguvíkálversins og Orkuveitunnar.
![]() |
Gjaldskrárhækkun ekki lokasvar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)