5.8.2010 | 23:37
Með fleiri líf en kötturinn.
Ef Kastró kemst aftur til valda á Kúbu verður það enn eitt merkið um það að þessi maður hefur fleiri líf en kötturinn.
Síðan Kastró komst til valda á gamlársdag 1959 hafa hvorki meira né minna en tíu forsetar setið á forsetastóli í Bandaríkjunum og upplýst hefur veirð um tugi ef ekki hundruð tilræða við hann, sem bandaríska leyniþjónustan hefur reynt að koma í framkvæmd.
![]() |
Kastró aftur til valda á Kúbu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2010 | 23:30
Ekkert á að geta skyggt á gleðina.
Það hefur ríkt mikið lán yfir Gleðigöngunni undanfarin ár þegar þess er gætt að að meðaltali eru tveir af hverjum þremur sumardögum rigningardagar á sunnanverðu landinu.
Ég er einmitt að velta vöngum yfir því hvernig ég muni bregðast við því vandamáli sem skapast ef það rignir, en ætla ekki að svo stöddu að segja frá því hvernig stendur á því að rigningin getur skapað mér vandamál.
Kjörorðið er nefnilega einfalt: Ekkert á að geta skyggt á gleðigönguna!
![]() |
Gæti rignt á gesti gleðigöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2010 | 23:26
Gott hjá borgarstjóranum.
Heimavöllur borgarstjórans er leiksviðið og því var það vel til fundið hjá honum að koma fram í draggi á opnunarhátíð hinsegin daga.
Stór hluti samkynhneigðra hefur orðið að ganga í gegnum erfiða daga á æviferli sínum og því er það gott að þeir finni fyrir stuðningi þjóðarinnar þegar þeir halda sína árlegu hátíð.
Þetta gefur góðan tón fyrir framhaldið.
![]() |
Óvæntur gestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2010 | 15:39
"...ekki dísil..." "Snýst um ímyndina."
Tilsvar Jóns Gnarr borgarstjóra um nýja borgarstjórabílinn, sem reyndar er nú aðeins í þriggja mánaða láni, þess efnis að það sé nú munur að þetta sé "ekki dísil..." minnir á það að hér á landi og í Bandaríkjunum ríkir merkileg afstaða gagnvart dísilvélum.
Aðeins 2,5% bílaflotans ameríska eru dísilbílar en helmingur allra bíla í Evrópu og athyglisvert er hvernig menn skauta yfir kosti dísilbíla í umræðunni.
Sem dæmi nefni ég forsetabílinn okkar en mér gafst einnig tækifæri til að ræða það mál stuttlega við forsetann þegar ég hitti hann nýlega.
Ég rakti fyrir honum að Lexus-tvinnbíll forsetaembættisins eyddi ekki minna eldsneyti en sama stærð af BMW 7 dísilbíl sem væri jafn hraðskreiður, jafn viðbragðsfljótur og gerði alla hluti jafnvel, hvað snerti þægindi og notagildi.
Hins vegar væri tvinnbíllinn undanþeginn gjöldum vegna þess að hann teldist vistvænn og væri hann þó með mun flóknari og dýrari vélbúnaði en samsvarandi dísilbíll og að því leyti til dýrari.
Þegar við bætist afslátturinn á opinberum gjöldum af tvinnbílinn væri hann þar með í raun mun dýrari fyrir ríkissjóð en samsvarandi dísilbíll.
"Já, en þetta snýst um ímyndina" svaraði forsetinn og hitti naglann á höfuðið með svo snjöllu og hreinskilnu tilsvari sem ég gef honum stórt prik fyrir. Með þessu átti forsetinn við að íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt tvinnbíla sem vistvæna en ekki dísilbíla.
Jón Gnarr viðurkennir í viðtalinu við mbl. is að hann hafi ekki farið yfir allt dæmið og er að því leyti jafn hreinskilinn og forsetinn.
Það vantar margt inn í dæmið svo sem það að tveggja tonna bíll er næstum því tvöfalt dýrari í viðhaldi og fjármagskostnaði en helmingi léttari bíll, hvort sem knúinn er á vistvænan hátt eða ekki.
Jón Gnarr er sjálfum sér samkvæmur að því leyti til að hann lýsti því yfir að hann byði sig fram í borgarstjóraembættið á þeim forsendum að fá þægilegt, skemmtilegt og vel borgað starf.
Að því leyti til lá það í orðum hans að hann viðurkenndi það sem aðrir leyndu fyrir kjósendum meðal annars það að honum finnst flott að láta aka sér um á sem stærstum og dýrustum bíl.
Það væri því úr takti við ummæli hans í kosningabaráttunni ef hann færi að láta sjá sig á "hallærislegum" minni bíl.
![]() |
Ekki hallærislegur á vistvænum bíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)