Auðvitað hefur Alcoa áhuga.

Engum þarf að koma á óvart þótt Alcoa hafi áhuga á því að reisa álver á Bakka þótt iðnaðarráðherra finnist áhuginn hafa minnkað.  Fyrir því eru margar gildar ástæður.

1.  460 þúsund tonna álver á Bakka í viðbót við álverið á Reyðarfirði mun koma fyrirtækinu í óskastöðu gagnvart Íslendingum. Álverin tvö munu þurfa alla virkjanlega orku á Norðurlandi og Austurlandi, allt frá Jökulsánum í Skagafirði til Jökulsár í Fljótsdal. Þar með fær fyrirtækið einstaka einokunar- og fákeppnisaðstöðu vegna þess að engir keppninautar verða til staðar um kaup á orkunni. 

2. Orkuverðið leiðir til fágætlega hagstæðra samninga við Íslendinga því að gróflega reiknað telst glöggum mönnum til að hlutfall hagnaðar Alcoa á móti hagnaði Íslendinga vegna álversins í Reyðarfirði (störfin fyrir austan) sé um það bil 20:1. 

3. Álver á Bakka tryggir fyrirtækinu svipaða stöðu og ef eitt erlent fyrirtæki ætti hátt í helming alls fiskveiðikvóta í auðlindalögsögu Íslands og mestallur virðisaukinn rynni út úr landinu, gagnstætt því sem er í álframleiðslunni. 

Vísa í blogg mitt á eyjunni um samlagninguna á orkunni sem menn virðast forðast að nota. 


mbl.is „Takmarkaður áhugi“ stjórnvalda á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Á flandri" á hinsegin stað.

Við erum að leggja í hann, Andri Freyr Viðarsson og ég, í leiðangur "Á flandri" og stefnum á Sólheima í Grímsnesi.

Þar er tæplega hundrað manna samfélag fólks sem löngum mátti búa við að vera litið fordómafullum augum af þorra landsmanna, en þeir fordómar byggðust raunar á vanþekkingu eins og oft vill verða. 

Fyrir réttum 25 árum heimsótti ég þetta fólk í fylgd Reynis Péturs Yngvarssonar og gerði um það sjónvarpsþátt sem vakti mikla athygli. 

Í kjölfarið fór hin mikla ganga Reynis Péturs um hringveginn. 

Ég hef að sjálfsögðu gert margt misjafnt um daga, lélegt eða skárra eftir atvikum, en þátturinn með Reyni Pétri skipar sérstakan sess í huga mínum þegar ég lít yfir farinn veg. 

Og þá er bara að fara upp með stuðið. Ég veit að á Sólheimum er margt af vistfólkinu afar tónelskt og kann það mikið á netið að það getur farið inn á YouTube eða tónlistarspilarann hér vinstra megin á síðunni og skrúfað upp í laginu "Á flandri." 


Bloggfærslur 6. ágúst 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband