Dagur móðurinnar.

Ég hef þá sýn á afmællsdag hverrar manneskju að hann eigi fyrst og fremst að vera hátíðisdagur móður afmælisbarnsins. 

Afmælisbarnið man sjálft ekki eftir þessum degi en öðru máli gegnir um móðurina sem nýtur upplifunar sem líkast til er ólýsanleg, - upplifun sem aðeins konum er gefið að öðlast. 

Hver maður ætti að óska móðurinni til hamingju með afmælisdag barns hennar, þegar hann rennur upp.

Þannig finnst mér afmælisdagar barna minna, þótt þeir séu mikils virði fyrir þau, fyrst og fremst afmælisdagar móður þeirra, Helgu Jóhannsdóttur.

Ég fæddist á afmælisdegi móður minnar, Jónínu Þorfinnsdóttur kennara, og hún er mér ævinlega efst í huga á afmælisdegi mínum.  

Að lokum hlýt ég á þessum vettvangi að þakka af hjarta öllum þeim sem gerðu mér gærdaginn ógleymanlegan. Lifið heil. 

 

 

 

 


Bloggfærslur 17. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband