22.9.2010 | 08:54
Það blauta Holland.
Í gær fór í fyrsta sinn í ferð um Holland, nánar tiltekið akandi frá Shiphol flugvelli áleiðis upp í Eifel-fjöll, sem eru vestur af Koblenz en norðan Rínardals í Þýskalandi.
Þar er ætlunin að taka myndskeið í heimildarmyndina "Brúarjökull og innrásirnar í Ísland."
Hvergi er þéttbýli meira í Evrópu en í Hollandi, og mætti ætla að þar væri greiðfært eftir flottum hraðbrautum.
En önnur er raunin á þessari leið. Mest alla leiðina þarf að paufast í hverri umferðarteppunni á fætur annarri og hámarkshraðinn lengst af 50 km/klst, í besta falli 80.
Meirihluta leiðarinnar var ekið á brautum svipuðum hinni marg bölvuðu leið milli Hvergerðis og Selfoss, en þó mun hægar.
Það fór ekkert að rætast úr fyrr en komið var á þýskrar brautir sem tóku við austan Nijmegen-brúar yfir Rín.
Holland er gernýtt til landbúnaðar og síki og vötn eru áberandi í þessu marflata landi.
Þegar Jón Hreggviðsson kom til Kaupmannahafnar eftir að hafa hlaupið yfir Holland og nyrsta hluta Þýskalands lætur Nóbelskáldið hann tala mest um hið blauta Holland, kannski vegna þess að vegna votlendis og skurða hafi það verið torfærasti hluti leiðarinnar.
Enn þann dag í dag virðist þetta land vera torfært hvað það snertir að maður er ótrúlega hægfara á vegum þess. Ég verð því að taka undir með Jóni Hreggviðssyni.
![]() |
Lúmsk hálka í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
22.9.2010 | 08:23
Kettirnir og heiti grauturinn.
Fyrirsjáanlegt var að alþingismenn ættu erfitt með að taka á því sjóðheita máli sem Landsdómsmálið er og að það yrði mjög persónubundið, hvernig hver og einn tæki á því.
Af allri atburðarásinni má ráða undirliggjandi löngun margra þingmanna til þess að þessi kaleikur verði frá þinginu tekinn, helst þannig að eitthvað gerist sem drepi málinu á dreif án þess að viðkomandi þingmaður geti kennt sjálfum sér um það.
Sjóðheitur grautur getur verið varasamur og forsætisráðherra hefur áður talað um að það sé líkt og að smala köttum að fá þingmeirihluta fyrir sumum málum.
Nú hafa bæst við margir kettir á þingi sem eiga erfitt með að nálgast hinn heita graut Landsdómsmálsins heldur ganga í kringum hann í anda máltækisins, - eins og kettir í kringum heitan graut.
![]() |
Mikil reiði innan VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2010 | 08:15
Læra af Íslendingum ?
Margir útlendingar hafa undrast ýmislegt varðandi ýmislegt sem gerðist í Búsáhaldabyltingunni.
Fyrir mann eins og mig, sem stóð í fyrsta sinn á fjölum leikhúss 12 ára gamall og túlkaði kornungan byltingarmann standandi uppi á götuvígi í París 1832 var það mikil upplifun að standa í raunverulegri baráttu af þessu tagi við Alþingishúsið í janúar 2009 og upplifa þann taugatitringinn, sem var á báða bóga.
Þegar minnstu munaði að allt færi gersamlega úr böndunum gerðist það ótrúlega að byltingarmenn sjálfir mynduðu varðsveit til þess að verja lögreglumenn gegn ribböldum, sem virtust vera þarna komnir til þess eins að hleypa öllu upp og láta það fara úr böndunum.
Ólíklegt er að slíkur skilningur milli mótmælenda og lögreglumann hefði getað myndast í öðru landi, en líktast til gerðist þetta vegna þess hve samfélag okkar er lítið og fólk þekkist vel.
Þetta atriði kom vel fram í heimildarmynd Helga Felixsonar um Hrunið og eftirmál þess, "Guð blessi Ísland".
Hinir útlendu gestir munu kannski kynna sér það dómsmál, sem nú er rekið í eftirmála Búsáhaldabyltingarinnar.
Í því máli á eftir að reyna á þann skilning, sem nauðsynlegur er af hálfu þess valds, sem kennt er við réttvísi og sanngirni.
![]() |
Læra af Búsáhaldabyltingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)