23.9.2010 | 19:20
Vinyllinn er bestur.
Rafeindatæknibúnaður jarðarbúa er að vísu stórkostlegt undur og fullkomið meðan allt leikur í lyndi.
En hann er afar viðkvæmur fyrir truflunum í segulsviði að ekki sé minnst á fyrirbærir "magnetic pulse" sem fylgir kjarnorkusprengingum.
Á tímabili óttuðust Bandaríkjamenn það mjög að Rússar myndu fara betur út úr kjarnorkustríði en Kanar vegna þess að þá notuðu Rússar enn gömul lampatæki í stórum stíl en Kanar voru farnir út í tölvutæknina.
Um þessar mundir er ég að reyna að bjarga myndböndum og hljóðböndum, sem tekin voru upp fyrir aldarfjórðungi.
Er það mjög erfitt því að böndin eru þegar farin að eyðileggjast við það að klístrast smátt og smátt saman í kyrrstöðu geymslunnar.
Ef hljóðið hefði verið tekið upp á vinylplötur hefði engar áhyggjur þurft að hafa. Enn hefur ekkert öruggara geymsluform fundist hvað snertir varðveislu hljóðritana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2010 | 19:20
Vinyllinn er bestur.
Rafeindatæknibúnaður jarðarbúa er að vísu stórkostlegt undur og fullkomið meðan allt leikur í lyndi.
En hann er afar viðkvæmur fyrir truflunum í segulsviði að ekki sé minnst á fyrirbærir "magnetic pulse" sem fylgir kjarnorkusprengingum.
Á tímabili óttuðust Bandaríkjamenn það mjög að Rússar myndu fara betur út úr kjarnorkustríði en Kanar vegna þess að þá notuðu Rússar enn gömul lampatæki í stórum stíl en Kanar voru farnir út í tölvutæknina.
Um þessar mundir er ég að reyna að bjarga myndböndum og hljóðböndum, sem tekin voru upp fyrir aldarfjórðungi.
Er það mjög erfitt því að böndin eru þegar farin að eyðileggjast við það að klístrast smátt og smátt saman í kyrrstöðu geymslunnar.
Ef hljóðið hefði verið tekið upp á vinylplötur hefði engar áhyggjur þurft að hafa. Enn hefur ekkert öruggara geymsluform fundist hvað snertir varðveislu hljóðritana.
![]() |
Jörðin er í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2010 | 07:50
Á sögustað á grundvelli gagna.
Bidst velvirdingar a thvi ad geta ekki notad islenskt letur thar sem eg er nu staddur i Thyskalandi.
Það er því tæknilegum tilviljunum háð hvernig letrið verður.
Í gær komst ég á sögustað í Eifelfjöllum ekki fjarri þeim stað þar sem landamæri Belgíu, Lúxemborgar og Þýskaland mætast.
Þar dvaldi Hitler frá mars fram í maí 1940 og stjórnaði þaðan innrás í Niðurlönd og Frakkland.
10. maí varð viðburðaríkur, því að þann dag hófst hin magnaða innrás en jafnframt bárust þær fregnir til foringjans að Bretar hefðu hernumið Ísland.
Samkvæmt gögnum sem Þór Whitehead fann mörgum áratugum síðar, fékk Hitler eitt af sínum frægu bræðisköstum við að heyra þetta, enda engin furða, því að hernám Íslands var tímamótaviðburður
Þetta var í fyrsta sinn sem Bandamenn höfðu frumkvæði en fram að því höfðu Öxulveldin ævinlega gert innrásir, - Rínarlönd og Abbesínía 1936, Kína 1937, Austurríki og Súdetahéruð 1938, Tékkóslóvakía, Albanía og Pólland 1939 og Danmörk, Noregur, Holland, Belgía og Frakkland 1940.
Hitler fékk eitt af sínum frægu bræðisköstum þegar hann frétti
Foringinn skipadi Raeder aðmíráli að gera áætlun um innrás í Ísland.
Reader gerði hana og samkvæmt henni hefðu Þjóðverjar auðveldlega getað tekið Ísland í september fyrir réttum 70 árum ef þeir gátu náð í upphafi yfirráðum í lofti yfir landinu eins og í innrásinni í Noreg.
Fyrir hreina heppni fann ég felustað Hitlers í gær inni í myrkvuðum skóginum nálægt þorpinu Rodert.Það var magnað að standa þarna og upplifa í huganum þá stund þegar þá voldugasti maður heims ákvað að hrifsa Ísland undir hramm sinn.
![]() |
Gögnin verða ekki birt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.9.2010 | 07:42
"Eru a ferli..."
Einu sinni gerdi Stefan Jonsson thessa visu um sera Emil Bjornsson:
Sera Emil giftir og grefur.
Glatt er i himnaranninum.
Eru a ferli ulfur og refur
i einum og sama manninum.
"...eru a ferli ulfur og refur..." er hending ur ljodi eftir Grim Thomsen.
Johannes Gunnarsson, brodir Steingrims J. Sigfussonar, gerdi eftirfarandi visu i tilefni af thvi ad forseti Islands (Olafur Ragnar), forsaetisradherra (David Oddsson) og biskupinn (Olafur Skulason) satu fastir um hrid i lyftu:
Illt i for thad avallt hefur
ef menn storka giftunni.
Eru a ferli ulfur og refur
i einu og somu lyftunni.
Nu er spurningin, vegna hins nyja vidurnefni forsetans, hver hafi verid refurinn i lyftufestunni fraegu.
![]() |
Kalla Ólaf Ragnar silfurref |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2010 | 07:35
Flytja sig fra umferdinni.
Fyrst vil eg bidjast afsokunar ä letrinu. Kemst ekki i tolvusamband med islensku letri thar sem eg er.
Adur var kjorlendi hreindyranna Hjalladalur, Hals og Kringilsarrani. Drekking dalsins og framkvaemdir vid Karahnjuka hrakti megnid af theim ut ä Fljotsdalsheidi.
Nu hafa thau fundid kyrrara svaedi austar og hafa flutt sig thangad morg hver.
Hlynandi loftslag ar eftir ar veldur thvi ad thau komast betur af en adur fyrr og geta nytt ser thad.
![]() |
Hreindýrin héldu sig austar en undanfarin ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)