5.9.2010 | 20:05
Best var líka á milli tannanna á þeim.
Það sem gerir skrifin um Wayne Rooney svo erfið að dæma um er að hann er ekki fyrsti knattspyrnusnillingurinn sem bresk blöð elta á röndum til þess að finna eitthvað misjafnt um.
Og þegar gerður er samanburður við hliðstæður í fortíðinni koma upp tilfelli sem sá efasemdarkornum um það að Rooney kunni að vera á svipuðu róli og snillingurinn George Best á sínum tíma.
En það er hins vegar ekki víst, enn sem komið er.
Best var líka hundeltur og að lokum fór svo að það reyndist vera á rökum reist að hann réði ekki við áfengisfíkn sína, því hann drakk sig út úr boltanum og síðan út úr lífinu sjálfu.
Hér á mbl.is sést glögglega af hverju blöðin elta gaurinn, því að á hér er þetta mest lesna fréttin.
Þetta selur ! Því miður verð ég að segja, en við því er ekkert að gera.
![]() |
Óvissa með Rooney vegna blaðaskrifa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.9.2010 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)