Fyrirboði?

Það verður stundum líta á björtu hliðar málanna og ég hef áður sagt frá skondnu atviki, sem varð þegar ég tók við kjörbréfi mínu til Stjórnlagaþings í Þjóðmenningarhúsinu.

Ég fór beint þaðan yfir í bíóhús rétt hjá til að vera viðstaddur forsýningu á sjónvarpsþætti um Reyni Pétur Yngvason og týndi kjörbréfinu mínu umsvifalaust. Í tímahrakinu fór Sigrún Stefánsdóttir að leita með mér að bréfinu þótt ég bæði hana um að eyða ekki dýrmætum tíma sínum í það, en Sigrún er nú reyndar einstaklega hjálpleg kona.

Í ljós kom að Sigrún hefði aldrei fundið bréfið, því að ég hafði týnt því á karlaklósettinu!

En nú virðist í atburðum dagsins koma í ljós að í raun var hér um fyrirboða að ræða og að ég hefði ekkert átt að leita að þessu kjörbréfi. Áleitin spurning vaknar: Var ekki hulin hönd að segja við mig: Blessaður sturtaðu þessu kjörbréfi bara niður í klósettið!

 


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grundvallaratriði.

Það var grundvallaratriði árið 1945 þegar Bandaríkin föluðust eftir þremur svæðum fyrir herstöðvar, að samningurinn átti að vera til 99 ára. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar taldi þetta jafngilda landafsali og hafnaði þessu, jafnvel þótt herstöðvarnar hefðu fært miklar tekjur og fjármuni í þjóðarbúið.

Í staðinn létu menn sig hafa það að þreyja næstu samdráttarár með tilheyrandi vöruskorti og skömmtun. 

Samningur til 65-130 ára jafngildir landafsali og svona samningar eru hvergi gerðir í nágrannalöndum okkar. 

Ég vil hins vegar benda á að í sjávarútvegi ríkir samstaða hjá miklum meirihluta þjóðarinnar um að útlendingar fái ekki að eignast meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjunum, sem nýta sjávarauðlindina. 

Við hljótum að gera sömu kröfur til fyrirtækja, sem nýta orkuauðlindina.  Annars erum við ekki samkvæm sjálfum okkur. 


mbl.is Semja um styttri nýtingarrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólkið, sem við megum síst missa.

Fólk um þrítugt er sá aldurshópur sem við megum síst við að misssa úr landi. Þjóðfélagið er búið að leggja fé í að koma þessu fólki á legg og mennta það, en flytji það úr landi mun þessi fjárfesting skila sér inn í hin erlendu samfélög.

Fólk á þessum aldri er einnig það fólk, sem er einna vinnusamast og skilar því mestu inn í þjóðarbúið.

Hafi það eytt mörgum árum í að mennta sig, er það að byrja að vinna upp það tekjutap sem það varð fyrir á skólaárunum. 

Fyrir um 15 árum var reiknað kalt út hvað hvert mannslíf íslenskt væri mikils virði að meðaltali, til dæmis í sambandi við banaslys. 

Á núvirði er þessi upphæð líkast til um 250-300 milljónir króna.

Það þýðir að 2000 manns má virða á minnst 500 milljarða króna. Slík blóðtaka ár eftir ár er ekkert gamanmál. 


mbl.is Fleiri fluttu út en hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband