27.1.2011 | 16:30
"Þið munið hann Jörund".

![]() |
Útsend kjörbréf teljast ógild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.1.2011 | 11:13
Óráð og óðagot frá upphafi.
Óráðið og óðagotið varðandi álverið í Helguvík er lýsandi dæmi fyrir það óráð og óðagot sem einkenndi gróðabóluna sem sprakk framan í þjóðina í Hruninu. Það átti að sigra fjármálaheiminn og gefa grónum fjármálastofnunum erlendis með aldalanga reynslu langt nef.
Það átti að gera Ísland að "Barein norðursins" í orkumálum þar sem óþrjótandi orka gerði eyjuna okkar að orkustórveldi þótt öll virkjanleg orka landsins annaði aðeins innan við 1% af orkurþörf Evrópu.
Það var ákveðið í hasti að hefja framkvæmdir í Helguvík þótt ekki væri búið að útvega orku sem dygði og ógerðir væru ýmsir samningar við alls tólf sveitarfélög sem virkjanir, vegir og háspennulínuf þurftu að vera í.
átta árum greindi talsmaður Alcoa frá því að yfirleitt tæki sjö ár að undirbúaFyrir svona verkefni og ganga frá öllum hnútum, áður en hægt væri að hefja framkvæmdir. Hér óðu menn af stað áður en sjö mánuðir voru liðnir.
Allt eins geta sum vinnslusvæðin aðeins enst í 20-30 ár í stað 50 eins og lagt var upp með. Það þýðir að allir kostnaðarútreikningar fyrir verkefnið eru kolrangir og orkuverðið allt of lágt, ef orkuseljendurnir þurfa að fara út í fleiri virkjanir út um víðan völl til þess að útvega orku áður en samningtíminn er búinn.
Ofan á þetta bættist að því var leynt þangað til talsmaður Norðuráls sjálfur upplýsti það, að álverið þyrfti að vera þrisvar sinnum stærra en sá fyrsti áfangi sem allt var miðað við til þess að fegra verkefnið.
Viðbrögð þeirra sem óðu út í þetta af fullkomnu ábyrgðarleysi eru dæmigerð: Þeir vísa allri ábyrgð á þá sem vöruðu við þessum æðibunugangi. "Þetta er VG að kenna!" "Þetta er umhverfisöfgamönnum að kenna!" hrópa þeir.
Ábyrgðarleysið og blekkingin fólst meðal annars í því að fela það hvað álverið þyrti í raun að vera stórt til þess að það gæti borið sig, eða 350 þúsund tonn. Þannig átti að lauma álversframkvæmdum af stað á fölskum og forkastanlegum forsendum.
![]() |
Líkur á að álverið rísi í Helguvík minnka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)