30.1.2011 | 20:26
Glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar.
Fólk getur haft mismunandi skoðanir á ýmsu því sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert á löngum pólitískum ferli. Hitt verður ekki af honum skafið að hann er alveg sérstaklega glæsilegur og snjall fulltrúi þjóðar okkar erlendis eins og ummæli Ian Bremmers bera vott um.
Ég hef séð nógu mikið til hans á ferðum hans sem fulltrúi íslenska þjóðarinnar til að geta sagt að leitun er að afkastameiri og klárari manni í þessu hlutverki.
Mér er sérstaklega minnisstætt þegar Ólafur Ragnar þurfti að halda tækifærisræðu við styttuna af Jóni Sigurðssyni í Winnipeg. Þar flutti hann blaðlaust á ensku einhverja þá bestu ræðu af þessu tagi, sem ég hef heyrt. Ég dauðsá eftir því að hafa ekki tekið ræðuna upp frá upphafi til enda.
Áður hafði hann heillað upp úr skónum Vestur-Íslendinga á Íslendingadeginum í Gimli.
Ræða hans þar var frábært sambland á góðri hugvekju um samband Íslendinga vestan hafs og austan og sameiginlegum menningararfi og yfirliti yfir aðgerðir varðandi Íslendingabyggðirnar sem ýmist væri búið að framkvæma eða á framkvæmdastigi.
"Loksins kom hingað maður sem hafði eitthvað meira að tala um en hið hefðbundna tal um sameiginlegan menningararf" sagði einn viðmælandi minn.
Við eigum ekki að vanmeta það gegn sem góður þjóðhöfðingi getur gert erlendis fyrir örþjóð á hjara veraldar.
Orðstír konu aldarinnar, Vigdísar Finnbogadóttur, flaug um alla heimsbyggðina þegar hún fyrst kvenna í heiminum var kjörinn þjóðhöfðingi í lýðræðislegri kosningu.
Hún fylgdi því síðan eftir með því að heilla alla, hvar sem hún kom, upp úr skónum með málakunnáttu sinni, menntun, glæsileik og persónutöfrum.
![]() |
Hreifst af Ólafi Ragnari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.1.2011 | 13:05
Við áttum hugmyndina að fundinum.
Smá misskilningur er í einni setningu fréttar af fundi Ögmundar með Stjórnlagaþingmönnum í dag.
Það vorum við sem áttum hugmyndina að þessum fundi og á fundi okkar í gær kom hún þannig fram að þegar við vorum að ræða stöðu málsins og okkar, væri fróðlegt fyrir þann ráðherra sem framkvæmd kosninganna heyrði helst undir, að heyra í okkur hljóðið.
Það er alls ekki hugsað af okkar hálfu á þann hátt að við viljum skipta okkur af því, hvernig Alþingi ræður fram úr málinu, - Alþingi verður að bera ábyrgð á því, hvernig framhaldið verður.
Raunar væri að því leyti til heppilegt ef forsætisráðhera og fulltrúar allra þingflokkanna gætu komið á okkar fund en það er vart framkvæmanlegt.
![]() |
Ögmundur fundar með stjórnlagaþingsfulltrúum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)