6.1.2011 | 20:52
Margrét Erla á pari með Klovn!
Var að horfa á Margréti Erlu Maack brillera í viðtali í Kastljósi við "Klovn" félagana, Casper og Frank.
Þetta var svo dásamlega eðlilegt og vel af hendi leyst hjá henni að unun var á að horfa.
Það er sjaldgæft að sjá svo vel útfært viðtal af þessu tagi af hálfu Íslendings þegar útlendingar eiga í hlut.
Það getur verið mun erfiðara að taka viðtal við snjalla grínara en flesta aðra, ekki síst á erlendu máli.
Margrét Erla fór alveg hárrétta leið þegar hún ákvað að láta ekki setja þýðingartexta neðanmáls heldur gerði viðtalið að þríleik þar sem þriðji / fjórði aðilinn sem hún talaði við í leiðinni voru íslenskir sjónvarpsáhorfendur þegar hún var að þýða orð Dananna jafnóðum fyrir okkur, sem horfðum á þetta heima.
Ég segi fyrir mig: Til hamingju, Margrét Erla! Bravó!
![]() |
Frank og Casper á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2011 | 20:43
Við fengum handritin, þeir hótelið.
Það hefur gengið á ýmsu í samskiptum Dana og Íslendinga í gegnum aldirnar. Löngum var það Íslendingum þyrnir í augum grunur um að Danir arðrændu okkur, göturnar í Kaupmannahöfn væru lýstar upp með íslensku lýsi og ýmsar byggingar og mannvirki byggð fyrir gróða einokunarkaupmanna af verslun á Íslandi.
Sjálfstæðisbarátta Jóns Sigurðssonar byggðist á því að krefjast endurgreiðslna frá Dönum sem Íslendingar ættu inni hjá þeim.
Þegar Árni Magnússon safnaði íslensku handritunum og flutti til Kaupmannahafnar var það eðlileg ráðstöfun því að engar aðstæður voru á Íslandi til að sinna þessum verðmætum eða varðveita þau.
Í kjölfar stofnunar lýðveldis á Íslandi varð til það sem kallað var "handritamálið" og þá gerðu Danir það, sem ekki er vitað til að nokkur önnur þjóð hafi gert í hliðstæðu máli, að þeir afhentu Íslendinum þau að langmestu leyti.
Það hlakkaði dálítið í mörgum Íslendingum þegar útrásarvíkingar fóru að kaupa sum helstu tákn Kaupmannahafnar eins og Magasin De Nord og Hótel D´Angleterre og fannst sumum að nú væri verið að hefna fyrir maðkaða mjölið, götulýsinguna í Höfn og það sem þar var reist fyrir peninga, sem fengist hefði fyrir arðrán á Íslandi.
En nú hefur þetta gengið til baka og sem betur fer höldum við þó handritunum og leikar standa sæmilega jafnir: Við fengum handritin aftur og þeir fá Hótel D´Angleterre og fleiri eignir sínar til baka.
![]() |
Hótel D'Angleterre selt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2011 | 12:40
Frá Gróttu inn undir Laugarnes.
Óveðursspáin, sem nú er birt fyrir næsta sólarhring, getur í fyrramálið valdið meiri sjógangi við suðurströnd Kollafjarðar en þar hefur orðið í háa herrans tíð.
Þetta er vegna þess að þá verður stórstreymt og má jafnvel búast við því að ófært verði eða illfært um Sæbraut frá Rauðarárvík út að gömlu höfninni og síðan einnig fyrir vestan Ánanaust út eftir Eiðsgranda.
Éinnig má geta þess að í svona veðri verður alveg útrúlega mikið saltrok í borginni sem setur salthúð á bíla og hvaðeina, sem fyrir verður.
Þeir sem eiga bílskúra gera því vel með því að hafa bíla sína þar inni eins og kostur er og mikilvægt er að þvo eða þrífa bíla eftir veðrir eins fljótt og kostur er.
![]() |
Brennum frestað vegna veðurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)