13.10.2011 | 21:21
Göng undir Hjallaháls leysa málið.
Göng undir Hjallaháls nægja til þess að gera leiðina milli Kollafjarðar og Þorskafjarðar að láglendisvegi.
160 metra hæð yfir sjávarmáli, sem er hæð vegarins yfir Ódrjúgsháls, er ekki skilgreint sem hálendi á Íslandi, til þess þarf 200 metra hæð hið minnsta.
Að sýna í sjónvarpi 18% bratta brekkuna sem nú er á Ódrjúgshálsi og segja að það sé ekkert grín að mæta stórum vöruflutningabíl þar í hálku er ekki málefnaleg umfjöllun um þann nýja veg, sem hægt er að gera yfir hálsinn.
Hvort sem nýr vegur án slíkrar brekku yrði lagður yfir Ódrjúgsháls eða lagður vegur meðfram honum og yfir Gufufjörð yrði engin brekka í líkingu við þetta á þeim leiðum.
Engin jarðgöng hafa verið gerð á Vestfjörðum í bráðum 20 ár. Það er kominn tími til að bæta úr því.
![]() |
Láglendisvegur er eina lausnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.10.2011 | 10:05
Þegar hætt var við æfinguna.
Fyrir rúmum hálfum öðrum áratug báðu yfirvöld Axel Einarsson jarðfræðing um að gera áætlun um það, hvað gæti gerst ef svipuð umbrotahrina yrði á Reykjanesskaga og varð nálægt árinu 1000 og síðan um tveimur öldum síðar.
Axel setti upp módel sem sýndi upphaf syðst á skaganum og teygðist síðan allt upp á Hellisheiði.
Þegar þetta verk var komið vel á veg virtist mönnum ekkert lítast á blikuna varðandi þau áhrif sem umbrot á nyrðri hluta svæðisins gæti haft og var Axel beðinn um að sleppa því en klára syðri hlutann.
Í framhaldi af þessu var síðan sett upp gróf viðbragðsáætlun varðandi gos, sprungur og hraunstrauma á syðri hlutanum, þar með talið að hraun rynni í átt til sjávar fyrir sunnan Hafnarfjörð.
Aldrei var síðan gert neitt meira með nyrðri hlutann, líklega vegna þess að þar gætu afleiðingarnar orðið mun verri.
Þær gætu meðal annars falist í því að vegna misgengis rofnuðu bæði hitavatnsleiðslur, vatnsleiðslur, háspennulínur og vegir sem liggja til höfuðborgarsvæðisins og hraun rynnu úr Bláfjöllum niður yfir bæði vatnsöflunarsvæðin, Gvendarbrunna og Kaldárbotna auk hraunstrauma, sem færi niður Elliðaárdal út í sjó í Elliðavogi og niður í sjó í Hafnarfirði og á Álftanesi, en þar með myndu landsamgöngur frá Reykjavík rofna í báðar áttir og einungis Reykjavíkurflugvöllur og hafnirnar í Reykjavík og Kópavogi verða nothæf samgöngumannvirki.
Það var sem sagt haldin æfing vegna hins vægari hluta afleiðinga af eldvirknitímabili en það þaggað niður sem gerst gæti á höfuðborgarsvæðinu og skipti í raun og veru aðalmáli !
Ég flutti um þetta frétt á sínum tíma sem vakti nákvæmlega enga athygli.
![]() |
Ber sjúkdómseinkenni" eldgosa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)