Ánægjulegar athafnir.

Kirkjur landsins skapa góða umgerð yfir ánægjulegustu helgiathafnir fjöskyldulífsins sem eru skrírnir, fermingar og hjónavígslur.  

Í hjónavígslunum fá að vera í friði ýmsar hefðir, sem báru kannski í upphafi svolítiinn keim af kynjamisrétti fyrri alda, svo sem það eitt að tala um brúðkaup, en það orð er með svolítið kaupahéðinsblæ,- verið að kaupa brúði handa karlmanni, og seljandinn leiðir "varninginn" inn eftir gólfinu.

Auðvitað tekur þetta enginn svona og það eru einhverjar ánægjulegustu stundirnar í lífi mínu að fá að leiða dætur mínar upp að altarinu og fela þær í sambúð með góðum tengdasonum.

Og mér finnst það einstaklega skemmtilegt þegar konur sitja öðru megin í kirkjunni og karlar hinum megin.

Tónlistin er yfirleitt ánægjuleg þótt einstaka sinnum geti smekkurinn verið sérkennilegur.

Yfirleitt þurfa prestarnir ekki að skipta sér af henni, nema að hún sé einstaklega óviðeigandi, eins og til dæmis hér um árið þegar brúðhjónin vildu endilega að uppáhaldslag þeirra með Engilbert Humperdink yrð spilað: "Please, release me, let me go!"

Ekki fer hinsvegar sögum af því hvort presturinn hafi boðið þeim að nota lagið við sérstaka skilnaðarathöfn, ef þau myndu skilja.


mbl.is Gekk grímuklædd upp að altarinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra að hafa þetta neglt í stjórnarskrá.

Bretar hafa enga sérstaka stjórnarskrá, heldur byggist þeirra kerfi á venjulegum lögum og venjum.

Þetta veit Karl prins af Wales mætavel og þar með að ef til hans hefur verið leitað nógu oft til að fá samþykki hans fyrir lagasetningu um ýmis mál getur myndast um það lagaleg hefð.

Væri hins vegar mælt fyrir um þetta í stjórnarskrá þyrfti þetta ekki að verða að neinu vafaatriði.

Raunar er engin stjórnarskrá né lög svo afdráttarlaus í hvívetna að ekki geti komið upp deilur um túlkun á þeim.  Annars þyrftu menn ekki á dómstólum og stjórnlagadómsstólum að halda.

En því betur sem um hnúta er búið, því minni hætta er á alvarlegum uppákomum.


mbl.is Prinsinn með neitunarvald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband