1.11.2011 | 15:45
Brekkan, sem aldrei þurfti að vera.
Á sjötta áratug síðustu aldar komust menn að þeirri niðurstöðu að framtíðarleiðin milli Faxaflóa og Suðurlands skyldi liggja um Þrengsli.
Í samræmi við það var nýr vegur lagður beint upp Draugahlíðarbrekku í átt að Þrengslunum og síðan áfram um hann, en Hellisheiðarvegur var síðan lagður líkt og afleggjari í þverbeygju austarlega í Svínahrauni áleiðis að Hveradölum.
Niðurstaðan varð hins vegar sú sem sjá hefði mátt fyrir, að hringvegurinn lægi yfir Hellisheiði og þessi bráðabirgðaskipan hélst í nógu marga áratugi til þess að tjónið vegna óþarfa slysa og mannfórna á þessum stutta afleggjara má reikna upp á milljarða króna á núvirði.
Auk þess hafa afleitar aðstæður í Draugahlíðarbrekkunni vegna staðsetningar hennar, sem beinir yfir hana sterkum vindstraumum og hviðum í hvössum suðaustan- og sunnanáttum, myndar í henni lúmska hálku oft á tíðum auk bratta hennar valdið þar ómældum vandræðum, óhöppum og slysum.
Gullið tækifæri til að lagfæra þetta í eitt skipti fyrir öll gafst fyrir nokkrum árum með því að leggja veginn rétt norðan við Litlu kaffistofuna í aflíðandi beygju og sáralitlum halla upp á hraunið og fara þaðan þannig í átt að Hveradölum að beygjan fyrir vestan brekkuna þar yrði tekin alveg af í stað þess að halda henni að hlluta.
Þetta hefði að vísu þýtt um eins og hálfs kílómetra lengri vegagerð en farið var í, vegamótin til Þorlákshafnar hefðu lent um 400 metrrum norðar en nú, en þessi lausn hefði losað okkur við hina hættulegu og hvimleiðu Draugahlíðarbrekku sem heldur áfram að kosta stórfé í vandræðum og slysum.
Á þennan möguleika benti Ólafur Ketilsson á sínum tíma og ég fjallaði um þennan valmöguleika tvívegis í sjónvarpi meira að segja áður en að Ólafur áréttaði það í viðtali við mig.
En á þetta var ekki hlustað og því sitjum við sennilega uppi með þennan slysablett jafnlengi og við sátum uppi með þverbeygjurnar slæmu austar á veginum á sínum tíma í áratugi.
![]() |
Bíll valt í Draugahlíðarbrekku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2011 | 09:34
Verður þetta ímynd Hornafjarðar?
Hornfirðingar og aðrir geta rifist um það fram og til baka til eilífðarnóns hverjum beri að fjarlægja ónýtar girðiingar og girðingarefni, sem þar liggur á víðavangi og veldur hreindýrum kvalafullum dauða æ ofan í æ eftir jafnvel margra vikna eða mánaða þjáningar.
Þetta ástand hefur staðið yfir í nokkur misseri og það eina sem hefst upp úr því að menn vísi hver á annan er það, að heimamenn í heild og hérað þeirra skapi sér þá arfa slæmu ímynd sem þetta ástand gefur svæðinu.
"Kötturin sagði: ekki ég. Hundurinn sagði ekki ég..." í sögunni. En hér eru það ekki dýr sem vísa hvert á annað, heldur viti bornir menn sem hlýtur að vera annt um orðstír sinn.
Í umhverfisréttir ríkir meginreglan: Sá ber ábyrgð sem veldur. Hver olli því að þetta ástand ríkir þarna? Þeir sem komu girðingunum og girðingarefninu fyrir? Þeir sem fluttu hreindýr til landsins á átjándu öld?
Eða einhverjir enn aðrir?
![]() |
Enn drepast hreindýr í girðingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)