23.11.2011 | 20:43
Sagnfræðilegar minjar og gott eða vont.
Gildi sagnfræðilegra minja fara ekki alltaf eftir því hvort þær tengjast við góðmenni og góðverk eða illmenni og illvirki.
Varðveislugildi stórra mannvirkja á borð við hallir, kirkjur á að vera óháð því hverjir stóðu fyrir því að reisa þau.
Grimmir einvaldar Rússlands reistu Kreml og mannvirki sem Sesar, Napóleon, Stalín, Hitler og Maó stóðu að eru mörg mjög verðmæt og merkileg, burtséð frá því hverjir stóðu að þeim.
Sjálfur hef ég í vörslu stóran öskubakka sem gerður var af íslenskum mótasmið, sem fór ásamt félaga sínum á vegum Heinrich Himmlers í sérstaka námdvöl í Dachau til að nema sína iðn, en Himmler var einlægur aðdáandi höggmyndalistar.
Á öskubakkanum er stórt merki SS-sveita Himmlers, hauskúpa með krosslögðum leggjum.
Frétt fyrir nokkrum dögum um það að Hitler hefði ásamt Evu Braun komist til Argentínu og hann hafi lifað þar til ársins 1962, þá orðinn 73ja ára gamall, er í meira lagi ótrúleg.
Greinilega sést á síðustu kvikmyndunum, sem teknar voru af Hitler veturinn 1944-45, að aðeins 56 ára gamall er hann orðinn sjúkur maður með skjálfandi hendur, líklegast með Parkinsonveiki.
Þá var hann líka orðinn langt leiddur lyfjasjúklingur. Lítið óbeint dæmi um það er að þegar fréttist af innrás Bandamanna í Normandí, mátti ekki vekja Hitler fyrr en mörgum klukkstundum eftir hana, en bráðnauðsynlegt hefði verið að fá fyrirskipanir hans strax, því að á meðan þær vantaði þorði enginnn að taka af skarið um viðbrögð við innrásinni.
Í nýlegri heimildamynd um Winston Churchill kom fram að hann var háður svefnlyfjum og líkast til hefur Hitler verið enn háðari þeim eftir að hann slasaðist í sprengjutilræðinu í "Úlfabælinu" 20. júlí 1944 auk allt of mikillar lyfjaneyslu af fjölbreyttum toga.
Rússneskar hersveitir voru aðeins nokkur hundruð metra frá byrgi Hitlers þegar giftist Evu, og útilokað að sleppa þaðan.
Síðasta tækfærið hefði verið nokkrum dögum fyrr þegar ævintýralega fær flugkona flaug þarna inn á Stork-flugvél að næturþeli og fór til baka með háttsettan foringja, þó ekki Hitler.
![]() |
Bjóða upp rúmföt Hitlers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.11.2011 kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.11.2011 | 13:50
Versta fíkniefnið ?
Kannabisefni hafa löngum haft yfir sér blæ sakleysislegrar og skaðlausrar nautnar. Bubbi Morthens, sem veit hvað hann er að segja, þegar fíkniefni eru annars vegar hefur ekki verið að skafa utan af því þegar hann hefur lagt dóm á þau.
Í viðtali í Monitor nýlega segir hann að kannabis sé versta efnið og það af fíkniefnunum sem hafi farið verst með hann. Það hafi geðræn áhrif og bitni á lífsþrótti og hugarafli fólks. Hann nefnir þetta efni "skaðræðishelvíti" en á meðan hann var ánetjaður því hafi hann dýrkað það eins og guð og átt margar bækur um lækningamátt grassins og hassins.
Þegar hann var nýkominn úr meðferð 1996 og þurfti á einbeitni og ákveðni að halda til þess að falla ekki, sagði hann við mig, að hassið væri lang lúmskast fíkniefnanna og það varasamasta. "Ef einhverjum væri verulega illa við mig og vild gera mér illt", sagði hann, "myndi hann brjótast á laun inn í íbúðina mína þegar ég væri ekki heima og skilja eftir litinnn hassköggul í gluggakistunni."
Sem betur fer virðist þorri þjóðarinnar átta sig á þessu ef marka má skoðanakönnun MMR.
Þjóðfélagið á nóg með að glíma við lögleyfðu fíkniefnin tvö, nikótín og áfengi, þótt kannabis sé ekki bætt þar við.
Raunar eru reykingar líkast til versta heilbrigðisbölið þótt offita sæki á. Erfiðara er að hætt að reykja en að venja sig af nokkru fíkniefni öðru.
Og leitun er að íslenskri ætt eða fjölskyldu sem áfengisbölið hefur ekki haft áhrif á, beint eða óbeint.
![]() |
Flestir andvígir lögleiðingu neyslu kannabis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
23.11.2011 | 00:04
Þeir verstu sleppa.
Þegar farið er framhjá bílastæðum hér á landi blasa tillitsleysi og frekja alls staðar við, fullfrískir leggja bílum sínum í stæði fatlaðra og bílum er lagt á skakk og skjön eða þannig að þeir taka tvö stæði.
Verstir eru þó að mínum dómi þeir sem eru fullfrískir en stunda það að aka bílum fatlaðra maka sinna eðs skyldmenna og legga þeim í stæði fatlaðra í trausti þess að merki hreyfihamlaðra er við framglugga bílsins.
Þetta má iðulega sjá til dæmis fyrir utan hús Tryggingarstofnunar ríkisins þar sem fullfrískt fólk leggur bílum með hreyfihamlaðra merkinu og fer þar inn eða í næstu hús til að reka erindi sín.
Þetta fólk rífur kjaft við mann og segist vera að sækja bætur fyrir hina fötluðu inn í Tryggingarstofnunina eða að versla fyrir hina fötluðu og segir að öðrum komi þetta ekki við.
Samt ættu þessir ósvífnu bílstjórar að þekkja gildi stæða hreyflhamlaðra og þess vegna tel ég þá vera þá verstu sem stunda þetta og eiga skilið að fá tvöfalda sekt.
Síðan þekkir maður það að hinn hreyfihamlaði biður fullfrískan bílstjóra að aka bíl sínum og leggja honum í stæði merkt hreyfihömluðum, og síðan fer hinn fríski inn og rekur erindin á meðan hinn fatlaði fer aldrei út úr bílnum.
![]() |
Bílstjórinn fékk aðvörun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)