26.11.2011 | 20:48
Verður fróðlegt að sjá gengi Nubos í Svíþjóð.
Huang Nubo talar nú í kínverskum vefmiðli um ósamræmi varðandi erlendar fjárfestingar í Kína miðað við fjárfestingnar Kínverja í öðrum löndum og kvartar yfir því að í þeim efnum gildi fordómar gagnvart Kínverjum.
Þessi viðbrögð hans koma mér á óvart, því að gaman væri að vita hvort einhver vestræn fyrirtæki hafi fengið að kaupa eða gætu keypt 28.500 ferkílómetra landssvæði í Kína, en það eru 0,3% af Kína, eða álíka stór hluti af því landi og Grímsstaðir eru af Íslandi, til dæmis dalur í Kína sem væri 285 kílómetra langur og 100 kílómetra breiður.
Það er jafnstórt flatarmál og tæplega þriðjungur Íslands.
Slíkt get ég einfaldlega ekki ímyndað mér að hin kínverska ríkisstjórn myndi leyfa í landi kommúnisks alræðis og væri fróðlegt að vita hvernig umsókn um slíkt yrði tekið í Kína.
Mér sýndist Nubo bera saman alls óskyldar fjárfestingar, annars vegar stórfelld landakaup og hins vegar fjárfestingar í atvinnustarfsemi.
Nubo segist ætla að fara til Finnlands eða Svíþjóðar og gera þar sambærileg landakaup. Í Svíþjóð myndi hann fá að kaupa 1350 ferkíómetra landssvæði ef miðað er við 0,3% af flatarmáli landsins.
Svíar og Danir hafa fengið undanþágur varðandi svona kaup ESB ríkja þar sem komið er í veg fyrir stórfelld landakaup.
Verður fróðlegt að sjá hvort undanþágur á borð við þetta stór landakaup renna í gegn í þessum löndum.
![]() |
Huang snýr sér til Finnlands og Svíþjóðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
26.11.2011 | 03:07
Lengi vanrækt málefini.
Umgjörð, lög og regluverk varðandi uppkaup fjársterkra fyrirtækja og einstaklinga, innlendra og erlendra, á stórum íslenskum jarðeignum og jafnvel heilu dölunum og sveitunum hafa verið vanrækt í næstum tvo áratugi.
Danir voru ekkert að tvínóna við það þegar þeir gengu í ESB og fengu undanþágu þess efnis að að útlendingar mættu ekki kaupa sumarhús í Danmörku.
Var þá einhver hætta á því að Þjóðverjar og aðrar ESB þjóðir myndu gera það í stórum stíl á skömmum tíma?
Ég hygg að það hafi ekki verið heldur eðileg framsýnig og fyrirhyggja gagnvart kynslóðum framtíðarinnar og hugsanlega breyttu ástandi.
Hér á landi hefur svipuð fyrirhyggja verið notuð varðandi það að útlendingar megi ekki eiga meirihluta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og einnig að enginn einn aðili megi eiga of stóran hlut í sjávarútveginum í heild.
Þessa fyrirhyggju hefur alveg vantað varðandi jarðakaup og enda þótt við höfum sloppið hingað til við það að útlendingar á EES svæðinu keyptu hér upp jarðir í stórum stíl, veit enginn nema aðstæður kunni að breytast síðar.
Sú afsökun að við getum líka keypt jarðeignir á EES-svæðinu er ekki gild, því að meira en þúsundfalt ójafnræði er innbyggt varðandi íbúatölu Íslands samanborið við íbúatölu EES-landanna.
Ég hefði haldið að í samningaviðræðunum við ESB fælist tækifæri til að ganga frá þessum málum af sömu framsýni og Danir gerðu gagnvart eignarhaldi útlendinga á sumarhúsunum og við sjálfur höfum gert gagnvart eignarhaldi útlendinga á sjávarútvegsfyrirtækjunum.
Því miður er hætt við að alþingismenn leggist nú í gamalkunnan skotgrafahernað í þessum málum eins og svo mörgum fleiri í stað þess að hefja samvinnu um að skipa málum þannig, að erlend fjárfesting í ferðaþjónustu á nýjum og spennandi slóðum geti orðið að veruleika án þess að fjárfestirinn verði meirihlutaeigandi í einni af stærstu bújörðum landsins.
Það eru fleiri jarðir á Íslandi en Grímsstaðir á Fjöllum, sem gætu lent í höndunum á örfáum mönnum. Hinum megin við Jökulsá á Fjöllum er til dæmis jörðin Reykjahlíð sem býr yfir margfalt meiri náttúruverðmætum en Grímsstaðir.
Sú jörð er nú í eigu margra Íslendinga en ef Grímsstaðir á Fjöllum verður að því fordæmi, að engin erlend fjárfesting í atvinnuuppbyggingu verði nema einn erlendur aðili eignist yfirgnæfandi meirihluta í jörðinni, getur sama staða komið upp í sambandi við Reykjahlíð og fleiri landmiklar jarðareignir þar sem margfalt meiri verðmæti eru í húfi.
![]() |
Kanni áhuga Huang á fjárfestingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)