Sama vandamál og með Lenin og Stalín.

Þegar umdeildir ráðamenn, sem hafa skipt sköpum í sögu heimsins og þjóðanna, eru endurmetnir af þeim sem við taka koma oft upp álitamál eins og nú varðandi legstað Franciscos Francos.

Lík Stalíns var geymt við hliðina á múmíu Lenins í Kreml frá 1953 til 1961 þegar það var flutt þaðan og grafið utan veggja Kremlar. 

Boris Yeltsín vildi láta flytja lík Lenins á brott en Pútín vildi hafa það áfram þar sem það er. 

Persónulega finnst mér í lagi að hafa það áfram þar sem það er, því að mikilvægi Leníns í sögu Sovétríkjanna og annarra þjóða, sem gengu kommúnismanum á hönd í lengri eða skemmri tíma er óumdeilanlegt. 

Hver sá sem stendur andspænis líkinu er frjáls að hugsa það sem hann kýs og kannski er tilvist líksins á þessum stað það, sem kveikir helst hugsanir manns um það hve margar milljónir mannslífa hin misheppnaða stefna kostaði.

1943 var saminn nýr þjóðsöngur Sovétríkjanna, en fram að því hafði Internationalinn verið þjóðsöngur þeirra. 

Eftir að kommúnisminn féll var annar söngur saminn í staðinn, enda var nafn Stalíns upphaflega nefnt í þjóðsöngnum frá 1943. 

Í ljós kom að fyrri þjóðsöngurinn var betri, svo120px-stalin_1902.jpg góður að ekki vær hægt að drepa hann eða kæfa. 

Hann var saminn á þeim tíma sem blóðugasti og harðasti hildarleikur veraldarsögunnar stóð yfir í rússneskri grund þegar þjóðin færði einhverja þá mestu fórn sem færð hefur verið gegn villimennsku, sem átti sér engan líka, og kostaði minnst 20 milljónir sovéskra borgara lífið. 

Ekki veit ég hvort nafn Stalíns er enn nefnt í þjóðsöngnum. Vonandi ekki því að harðstjórn hans hafði áður kostað minnst tíu milljónir manna lífið. 

Mótsagnirnar varðandi svona menn eru miklar. Án hinnar gífurlegu iðnvæðingar Sovétríkjanna sem var ávöxtur harðsvíraðrar ógnarstjórnar, hefðu þau tapað stríðinu. 

Vald Francos yfir Spáni kom í veg fyrir innrás Þjóðverja í það land 1940 og hernmám þess því að Franco var Hitler þóknanlegur þótt hann stæði fasur á hlutleysi landsins. 

Ef lýðveldissinnar hefðu sigrað í borgarastyrjöldinni 1936-39 hefði blóðug innrás nasista í landin líklega verið óumflýjanleg eftir að þeir höfðu tekið Frakkland. 

Læt fylgja með mynd af Stalín ungum, en sagt er að hann hafi haft mikla persónutöfra sem fólk féll fyrir, með sínu dáleiðandi og hálf óhugnanlega augnaráði, sem minnir á Corleone Al Pacinos í Guðföðurmyndunum. 

 

 


mbl.is Vilja flytja lík Francos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það leiðist engum einum ef..."

Ég hef þekkt Hermann Gunnarsson frá því að hann var 16 ára gamall og strax í upphafi var mér ljóst að þar var enginn venjulegur maður á ferðinni.

Við unnum saman eitt sumar og tókst með okkur einstök vinátta, enda þekki ég varla nokkurn mann sem betra er að eiga að vini.

Hann var þá kornungur orðinn einn af bestu knattspyrnu- og handboltamönnum landisns og hefði raunar getað orðið í fremstu röð í hvaða íþróttagrein sem var, átti lengi markametið í handboltaleik og var nokkurs konar Messi Íslands um árabil. 

Hemmi, eins og ég, á miklar taugar til Vestfjarða, og að bænum Hrafnabjörgum við Arnarfjörð bjó árum saman einsetukonan Sigríður Ragnarsdóttir, einangruð frá umheiminum stærstan hluta ársins. 

Ég heimsótti hana einu sinni fyrir Stöð 2 um jól og gerði þátt sem hét "Jól við jötuna." 

Hún sagðist varla geta hugsað sér meira viðeigandi umhverfi til jólahalds en að sitja við jötuna á aðfangadagskvöld í fjárhúsinu. "Var það ekki einmitt þar, sem sá fæddist sem boðskapur jólanna er kenndur við?" spurði hún. 

Í viðtali við einn þeirra "sérvitringa" á afskekktum bæ, sem ég hitti á þessum árum, spurði ég hann hvort honum leiddist aldrei einum. "Nei," svaraði hann. "Ég tek undir það sem Steingrímur í Nesi sagði eftir að hann hafði dottið ofan í djúpa gjótu í Aðaldalshrauni og verið þar einn fastur í myrkrinu í nokkur dægur."

Þegar hann fannst loks og var bjargað upp úr svartholinu, var hann skælbrosandi og var spurður, hvort honum hefði ekki leiðst einveran í svona langan tíma þarna niðri. 

"Nei," svaraði Steingrímur með bros á vör. "Það leiðist engum einum ef hann er nógu skemmtilegur sjálfur." 

Þannig held ég að Hemmi Gunn geti litið á málin, því leitun er að skemmtilegri og ljúfari manni.  

 


mbl.is Fjarri öllum ys og þys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband