Villta vestrið í dómsmálum Texas.

Tákn villta vestursins og landvinninga Evrópubúa þar var byssan, bæði hvað snerti það að veiða dýr og berjast við frumbyggja landsins. Það er alveg maklaust hvað sú drápshugsun, sem sveif yfir vötnunum þegar vísundunum var útrýmt og Indíánar skotnir er lífseig víða í Bandaríkjunum.

Ekki er að sjá að þessi hugsun varðandi líflátsdóma eða harðar refsingar hafi haft áhrif á það að fækka glæpum.  Hvergi í hinum vestræna heimi eru fleiri glæpir eða fleiri í fangelsi.

Afgerandi og mjög sláandi munur er á ástandinu í þessum efni í Bandaríkjunum og í nágrannaríkinu Kanada, sem var numið af hvítum mönnum á sama tíma og Bandaríkin og því "frontier"-land eins og þeir kalla það þarna fyrir vestan.

En helsta afsökunin fyrir hinni almennu byssueign og byssugleði í Bandaríkjunum er að landið sé "frontier"- eða landnámsland.

Eitt af áhugamálum George W. Bush var að gera það löglegt að hver sem er mætti vera með falið skotvopn á sér.

Og sérkennilegt er að sjá að því sé hafnað að dauðadæmdur maður fái DNA-próf sem hann og verjandi hans telja að muni sakleysi hans.

 


mbl.is Dauðadæmdur fær ekki DNA-próf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð vinna hjá 14 náttúruverndarsamtökum.

Búast má við því að til iðnaðarráðuneytisins muni streyma umsagnir virkjanaaðila þess efnis að færa þá virkjanakosti sem nú eru settir í biðflokk eða verndarflokk yfir í orkunýtingarflokk. Raunar er orðið verndarflokkur rangnefni, því að nýting getur falist í því að vernda og er Gullfoss besta dæmið um það.

Virkjanafíklarnir hafa aðstöðu og fjármagn og tóninn hefur þegar verið gefinn í umsögn sérfræðinga Orkuveitu Reykjavíkur þar sem þess er krafist fyrir hönd fyrirtækis í eigu allra Reykvíkinga að Bitra fari úr verndarflokki.

Á móti þessu þurfa fjárvana náttúruverndarsamtök að standa og því augljóst að þau þurfa að hafa samvinnu um sínar aðgerðir. Sú samvinna er í gangi og unnið hörðum höndum við alveg sérstaklega yfirgripsmikið og flókið verk.

Er það fagnaðarefni, því að enn er gríðarlegur aðstöðumunur aðila. Það er ekki tilviljun að Árósasamningurinn er fyrst nú að taka gildi á Íslandi meira en áratug síðar en í flestum öðrum löndum og að í íslensku útgáfunni er séríslenskt ákvæði sem takmarkar rétt almennings til að láta virkjanamál og önnur umhverfismál til sín taka.

Íslandshreyfingin ályktað á landsfundi sínum nýlega i um nauðsyn samvinnu náttúruverndarsamtaka og því er ánægjulegt að geta tekið þátt í því starfi þessa dagana.


mbl.is Umsagnarfrestur rennur út í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband