11.12.2011 | 22:30
"Músísjopp" er líka stundað.
Tökuorðið "fótósjopp" getur verið efni í frétt eins og þá sem birtist á mbl.is í dag, en það er skemmtileg tilviljun að ég er einmitt núna að koma frá Vilhjálmi Guðjónssyni tónlistarsnillingi sem tók í kvöld að sér verk sem kalla má "músísjopp", þ. e. svipað og Natalie Cole gerði þegar hún með aðstoð slíkrar tækni söng inn á heilt plötualbúm dúetta með löngu látnum föður sínum, Nat King Cole.
Það sem Vilhjálmur gerði var að taka upptöku á laginu "Á hverjum degi jólasveinn" frá Gáttaþefs/jólasveinatónleikum Stórsveitar Reykjavíkur hinn 27. nóvember síðastliðinn, þar sem Barnakór Kársnesskóla söng þetta lag með mér og sveitinni, og setti inn í byrjunina söng dótturdóttur minnar, Lilju Sóleyjar Hauksdóttur frá því fyrir 18 árum, þar sem hún söng fyrsta erindið, aðeins þriggja ára og nokkurra daga gömul inn á upptöku, sem var gerð fyrir diskinn "Ómar finnur Gáttaþef".
Lilja Sóley söng þetta þá ekki í sömu tóntegund og gert var á tónleikunum um daginn og þar að auki alveg undirleikslaust og án takts, en upphaf lagsins nú með söng hennar gengur aldeilis ótrúlega vel upp, rétt eins og hún hafi komið fram og sungið þetta með stórsveitinni 3ja ára á tónleikunum um daginn!
Munurinn á þessu "músisjoppi" og því sem viðgengst þegar birtar eru "fótósjoppaðar" myndir af svonefndum "ofurfyrirsætum" er hins vegar sá, að gerð þessa jólalags nú er ekki verið að fara í felur með neitt.
Kannski fæ ég hjálp við að setja þetta á tónlistarspilarann hér vinstra megin ef tæknin gengur upp svo að þið getið kynnt ykkur útkomuna.
Upptakan af tónleikunum um daginn verður á dagskrá hljóðvarps RUV klukkan fjögur á annan dag jóla, en þar verður ekkert "músísjoppað" heldur að sjálfsögðu eingöngu spiluð upptaka RUV eins og hún var gerð í Háskólabíói.
![]() |
Hulunni svipt af fótósjopp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2011 | 19:05
Enginn má við margnum.
Rússar eru 500 sinnum stærri þjóð en Íslendingar og verið í fremstu röð í heiminum í handknattleik í áratugi.
Það er engin skömm að því að tapa fyrir firnasterku liði heimsmeistaranna og raunar sýndu hetjulega baráttu og héldu í við meistarana lengst af fyrri hálfleik.
En þegar líða tók á seinni hálfleik kom í ljós að Rússarnir höfðu meiri breidd og það skipti sköpum.
Það var óheppni að lenda á móti heimsmeisturunum og þegar litið er til þess verður að telja frammistöðu íslenska liðsins svo framúrskarandi að það skipti sköpum fyrir það álit sem kvennahandboltinn hefur notið.
Nú hafa þær sýnt að "stelpurnar okkar" geta unnið svipuð kraftaverk og "strákarnir okkar. "
![]() |
Ísland úr leik á HM í Brasilíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2011 | 18:57
Einstæður staður.
Það er gaman að fá frétt um mikilvægu lífrænu vottuðunina sem vörur frá Jurtastofu Sólheima hefur fengið sama daginn og hin árlegu Litlu jól eru haldin þar.
Síðustu tæpu hálfa öld hafa hafa ekki liðið þau jól sem ég og aðrir félagar í Lionsklúbbunum Ægi höfum ekki farið austur og staðið að dagskrá með vistmönnum og starfsfólki.
Stundum hér áður fyrr þurfti að hafa mikið fyrir því að komast vegna ófærðar en þetta er allt annað núna.
Stemningin, einlæg gleðin og þátttakan brugðust ekki í dag frekar en endranær og eins og ævinlega mæddi mest á gamla undirleikaranum mínum, Tómasi Grétari Ólasyni að undirbúa, skipuleggja og stjórna samkomunni. Síðustu ár hefur hann notið aðstoðar Magneu, dóttur sinnar, enda kemur að kynslóðaskiptum við að viðhalda þessari hefð.
Það eru einfaldlega ekki komin jól til fulls ef misst er af þessari mjög svo gefandi og ljúfu hátíð.
Brautryðjendastarf Sesselju Sigmundsdóttur og öll starfsemi þessa staðar, sem smám saman hefur vaxið upp í það að vera lítið þorp, á sér enga líka um víða veröld og varpar ljóma á íslenskt samfélag víða um lönd.
![]() |
Jurtastofa Sólheima fær lífræna vottun frá Túni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2011 | 06:59
Kenningin fyrst viðruð vegna Grímsvatna.
Hugmyndin um að þynning íss eða létting á fargi yfir eldstöðvum gæti komið af stað eldgosi var fyrst viðruð um miðja síðustu öld.
Þá var hún hermd upp á Grímsvatnahlaup og Grímsvatnagos þar sem samspil eldvirkni og létting vegna framhlaups vatns gætu haft áhrif hvort á annað í báðar áttir, annars vegar að eftir hlaup gæti þrýstingi létt það mikið af eldstöðinni að það framkallaði gos eða að eldgos ylli svo mikilli bráðnun að vatnið bryti sér leið undir jökulinn niður á sand.
Síðan hefur þessi kenning verið notuð til að útskýra um það bil 30 falda eldvirkni norðan Vatnajökuls eftir jökullinn á öllum norðurhelmingi hans við snögglega hlýnun fyrir 11 þúsund árum. (Vatnajökull eru leifar af ísaldarjöklinum sem þakti þá mestallt landið).
Einnig nær hún yfir væntanlega aukna eldvirkni undir Vatnajökli þegar hann bráðnar og þynnist og léttist, og nú hefur hún verið heimfærð upp á Mýrdalsjökul líka.
![]() |
Katla virkari á sumrin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)