Mótsagnirnar í "sæluríkinu".

Snjómokstur með handafli var enn stundaður í Helsinki höfuðborg Finnlands þegar ég var þar rétt fyrir jól 1966 og var það drjúgt verk, því að þar snjóaði mikið meðan við Haukur Heiðar Ingólfsson vorum þar vegna upptöku við norrænan áramótaþátt. 

En síðan eru liðin 45 ár og véltæknin löngu tekin við í þessu starfi. 

En í Norður-Kóreu eru æpandi mótsagnir góðs vegakerfis án bílaflota í samræmi við það, og beinar og breiðar malbikaðar brautir mokaðir með höndunum.

Það minnir mig á mótsögn sem upplýstist í ökuferð minni með norrænum bílablaðamönnum frá Ivalo í Finnlandi um Kolaskaga til Murmansk á nýrri gerð Volvobíla.

Rússarnir upplýstu okkur að sjálfsögðu um ýmislegt varðandi bíla og umferð í Sovétríkjunum, meðal annars það að þar væri ökukennsla og fræðsla um bíla námsgrein í lok skyldunámsins og kostaði nemendurna ekki krónu. 

Okkur fannst þetta náttúrulega mjög flott hjá þeim þótt það væri í æpandi mótsögn við bílaeign og vegakerfi þessa víðáttumesta lands heims. 

Vegirnir voru þá og eru enn lélegir, og árið 1977 var bílaeign á hvern mann aðeins einn tíundi af því sem var þá á Íslandi og þeir fáu sem höfðu efni á því að eiga bíl þurftu að bíða árum saman að eignast slíkan. 


mbl.is Snjómokstur í N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein af sjö merkilegustu eldstöðvum þurrlendis jarðarinnar.

Það værí nú annað hvort að féttin um gosið í Grímsvötnum hefði verið sú mest lesna á þessu ári.

img_0009_1127554.jpg

Annað væri í ósamræmi við það hve merkileg þessi eldstöð er og líka það að gosið hafði meiri áhrif erlendis en nokkur annar íslenskur atburður. 

Ætla að hafa þennan pistil í lengra og litríkar lagi en venjulega í tilefni jólanna og sendi með honum bestu jólakveðjur frá okkur Helgu.  img_0013.jpg

Meira um þetta hér á eftir en lítum á nokkrar loftmyndir sem teknar voru síðastliðið vor. 

 Efstu tvær loftmyndirnar verða af því sjálfu. 

Sú allra efsta var tekin í hátt í hundrað kílómetra fjarlægð frá gosinu. 

Þar sést,að svart öskumistur er þegar byrjað að leggja til suðurs og hefja þá för sem setti allt á kaf í ösku í sveitunum suður og suðvestur af eldstöðinni, auk truflana á flugi í Norður-Evrópu.

Síðan kemur nærmynd af miðju gosmakkarins. 

Þar á eftir er afstöðumynd eftir gosið með eystri Skaftárketil í forgrunni, Grímsvötn fjær og Öræfajökul í baksýn.  

Þar fyrir neðan koma myndir þar sem horft er yfir gosstöðina þegar gosið er hætt og á þeirri efstu í þeim lista er horft til austurs yfir syðri hluta Grímsvatnalægðarinnar í átt að Grímsfjalli, sem er hægra megin á myndinni. 

Engin eldstöð á Íslandi breytir eins mikið og ört landslaginu í kringum sig og Grímsvötn gerir, þegar yfir stendur tímabil, sem tekur nokkra áratugi, og eldstöðin er virkari en ella. 

Hún býr til nýjan gíg og nýtt eldvatn í hverju gosi, en síðan sækir íshellan að og kaffærir þetta allt á næstu árum, þangað til nýtt eldgos verður og setur hringekjuna af stað á ný.

Meðan hún er í gangi er nýtt og nýtt landslag að sjá á hverju ári í Grímsvatnalægðinni.  img_0119.jpg

Við sjáum greinilegt dæmi um þetta á myndinni. 

Hinum megin við nýja vatnið og nýja gíginn er svæði þar sem svipaður gígur og vatn voru eftir gosið 1998 og þá var landslagið þar svipað og er við gíginn núna, en hins vegar slétt ísbreiða þar sem gígurinn er núna. 

2004 gaus örlítið austar en nú og sá gígur var að sökkva í ís þegar þetta mikla gos kom nú og gerbreytti öllu upp á nýtt. img_0123.jpg

Gosstöðin frá 1998 er nú að mestu grafin í ísinn sem hefur sótt að, samanber ljóðlínurnar um Kverkfjöll, sem eiga líka við Grímsvötn: 

"...Ísbreiðan heyr þar sitt eilífa stríð 

við eldsmiðju darraðardansins."

Rétt að vekja athygli á hálfhringlaga öskugígnum, sem bræðsluvatnið er byrjað að kaffæra. 

Líklega ætti aðeins ein frétt, sem hugsanlega kæmi á næstu dögum, möguleika á að komast hærra, Heklugos, því Hekla er komin á tíma, jafnvel frekar en Katla, sem gýs frekar á sumrin og haustin en um vetur. 

 Í alþjóðlegri úttekt jarðvísindamanna, þar sem valdar voru tíu merkilegustu eldstöðvar jarðarinnar, voru þrjár neðansjávar en sjö á þurrlendinu

Ein þessara sjö eldstöðva voru img_0136.jpgGrímsvötn og önnur íslensk eldfjöll komust ekki á listann. 

Hekla, Snæfellsjökull, Eyjafjallajökull, Katla Öræfajökull, Askja og aðrar stórmerkilegar íslenskar eldstöðvar áttu ekki möguleika gagnvart Grímsvötnum, né heldur heimsþekkt eldfjöll eins og Fujijama, Vesúvíus og Kilimanjaro. img_0127.jpg

Ástæðan er hið einstæða og mikilvirka samspil elds og íss í þessari virkustu eldstöð Íslands, sem liggur á öxlinum Bárðarbunga-Grímsvötn en undir þeim öxli er miðja annars stærsta möttulstróks jarðar, þar sem fljótandi hraunkvika stígur frá iðrum jarðarinnar upp undir yfirborðið. 

Hinn möttulstrókurinn er undir Hawai-eyjum, en af því að Ísland er margfalt stærra en Hawaieyjar og auk þess með stóra jökla, verður sjónarspilið hér á landi miklu fjölbreyttar og meira. 

Á sér reyndar enga hliðstæðu að magni og mikilleika á jörðinni. 

Þetta virðast svo margir okkar Íslendinga ekki hafa áhuga á setja inn í hugmyndabanka sinn varðandi stöðu lands okkar og þjóðar. 

Nýjasta dæmið er Morgunblaðsgrein þar sem greinarhöfundur kiknar í hnjáliðunum yfir mikilleik Yellowstone sem sé átján sinnum stærra að flatarmáli en Reykjahlíðarland og því ósambærilegt við það. 

Þetta er hugarfar þar sem horft er á einstakar landareignir eða mjög afmörkuð svæði í stað þess að horfa á allt svæðið frá Skaftafellsfjöru í suðri til Öxarfjarðar sem eina heild, margfalt stærri og merkilegri en Yellowstone. 

Enda komst sá merki þjóðgarður ekki á lista sérfræðinga yfir 100 undur veraldar á sama tíma sem hinn eldvirki hluti Íslands er á þeim lista. 

Auk þess fer mikilvægi mestu verðmæta heimsins ekki eingöngu eftir stærð. 

Þingvallaþjóðgarður er aðeins um 1% af flatarmáli Yellowstone en engum myndi þó detta í hug að reisa jarðvarmavirkjun við þjónustumiðstöðina af því að þjóðgarðurinn væri svo lítill að það tæki því ekki að viðhalda þar friðun. 

Mér dettur í hug nýyrði yfir hugsunina í Morgunblaðsgreininni: Viðkomandi er í Yellowstone-vímu, er  "Yellowstoned".  

 Vísa til fyrri bloggpistla minna um vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands 2009, sem hægt er að ramba á með því að fara inn á rammann "leitarorð" vinstra megin á bloggsíðunni.   

Þar má meðal annars finna myndskreyttan pistil frá 26. maí í vor. 

Biðst velvirðingar á því að vegna tæknimistaka minna birtist ein myndanna tvisimg_0136.jpgvar á síðunni. 


mbl.is Frétt um eldgos sú mest lesna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blettur á knattspyrnunni.

Knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi þegar tekið er tillit til allra þátta samanlegt, áhorfs í sjónvarpi, aðsókn á leiki, umfjöllun fjölmiðla og almennings og þátttaka hans.

Það sem skyggir helst á er ruddaleg framkoma áhorfenda og oft á tíðum leikmanna líka. 

Þetta á ekki aðeins við um erlendu fótboltabullurnar heldur ættum við Íslendingar líka að líta í eigin barm. 

Orðbragð áhorfenda hér heima er oft ekki hægt að hafa eftir og til hreinnar skammar og mikilla leiðinda. 

Þetta getur gengið svo langt að þegar krakkarnir eru að spila, til dæmis á stórum pollamótum, missa foreldrarnir alveg stjórn á sér, bölva og ragna og láta öllum illum látum. 

 Gera þarf alþjóðlegt átak til þess að bæta úr þessu því að svona lætur fólk ekki í flestum öðrum íþróttagreinum eins og til dæmis á frjálsíþróttamótum. 

Hvað snertir atvikið í leik Ajax og AZ held ég að gera verði meiri kröfur til leikmanna en verstu bullanna meðal áhorfenda. 

Að sjálfsögðu ber að virða rétt markvarðar AZ til sjálfsvarnar gegn lúalegri og forkastanlegri árás áhorfandans. 

Á hinn bóginn er eitt alveg kristaltært í mínum huga: Þú sparkar ekki í liggjandi mann! 

Ég get ekki séð hvernig dómarinn gat brugðist öðru vísi við slíkri framkomu leikmanns. 

 

P. S. Síðar í dag:

Við nánari íhugun held ég að ég verði að draga úr þessum harða dómi mínum gagnvart markmanninum og sýna honum skilning.

Þetta gerist mjög hratt og enginn tími til þess að vera að neinu tvínóni og dunda við að velja sér viðbrögð. 

Markmaðurinn sparkaði fyrst í fætur árásarmannsins og hefði kannski átt að láta nægja að gera sparka aðeins í fæturna til þess halda honum á jörðinni.

Spörkin á skrokk manns orkuðu frekar tvímælis en með spörkum í höfuðið hefði verið farið yfir strikið nema maðurinn tæki upp hníf.

Um dóm dómarans gildir hið sama og um annað sem þarna gerðist í hraða og hita augnabliksins.  

 


mbl.is „Hann lenti á röngum manni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband