Svipað og "Engihjallaóveðrið" hjá okkur ?

Hermt er að vindhraði í Noregi hafi náð allt að 50 metrum á sekúndu eða ríflega 95 hnútum, en til samanburðar má nefna að 6 hnútar (leiðrétting vegna athugasemdar: 64 hnútar) teljast fárviðri. 592130b.jpg

Þetta minnir á veður sem sumir kalla "Engihjallaveðrið" 1992 þegar vindhraði á Reykjavíkurflugvelli náði 93 hnútum, og bílar fuku eins og leikföng á bílastæðunum við blokk við Engihjalla í Kópavogi.

Þótt fallandi tré séu hættuleg í Noregi hygg ég að skógurinn komi í veg fyrir að mun meira tjón  verði vegna skriðufalla. fs00008895.jpg

Ég hef verið á ferð á fjallvegum í Varmalandi í Svíþjóð þegar skip sukku í miklu óveðri á Kattegat og skemmdir urðu víða um Norðurlönd. 

Á þessum fjallvegum var þéttur og hár skógur og skafrenningurinn því aðeins brot af því sem verið hefði á sambærilegum íslenskum fjallvegum. 

Þegar litið var upp á víð til himins á milli trjánna mátti sjá skýin æða yfir trjátoppana þótt tiltölulega lítill vindur væri niðri við jörð í skjóli skógarina. 

Trén binda líka jarðveginn og því verða síður mikil skriðuföll eins og við þekkjum hér á landi. img_2263.jpg

Skriðan sem lokaði Björgvinjarbrautinni er því óvenjulegt fyrirbæri í Noregi. 

Sums staðar duttu sjónvarps- og útvarpssendingar út í Noregi og hjá okkur minnir mig að annað útvarpsmastrið á Vatnsenda hafi fallið niður í óveðri á níunda áratugnum. 

Þótt nú sé dimmt hér heima í hryðjunum sleppum við slíkt og getum setið í næði fyrir framan sjónvarp eða hlustað á útvarp, til dæmis á upptöku frá tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur og Gáttaþefs í Háskólabíói 27. nóvember á fyrsta sunnudegi í aðventu.img_2270.jpg

Fyrir atbeina Stórsveitarinnar og þó einkum félaganna Hauks Gröndals var ráðist í það að plata Gáttaþef til að taka upp gamlan þráð og vera með dagskrá líka þeim sem hann var með á jólaskemmtunum fyrir tæpri hálfri öld. 

Í Engihjallaveðrinu mátti litlu muna að ég yrði fyrir tjóni þegar flutningabíll, sem skýldi þáverandi TF-FRÚ niðri við Skerjafjörð lyftist hvað eftir annað upp og var alveg við það að velta yfir á flugvélina, sem var af gerðinni Dornier Do 27. img_2273.jpg

Við börðumst við það, ég og Guðjón Sigurvinsson flugvirki, að koma í veg fyrir það að flutningabíllinn ylti og tókst það, en það stóð afar tæpt. 

Í vetur hefur verið efiðara en áður að verja FRÚna óveðursskemmdum af því að hún hefur staðið kyrrsett úti í snjósköflum Selfossflugvallar í átta mánuði og því verið afar tímafrekt og dýrt að fara þangað vel á annan tug ferða til að stunda þar mokstur þegar vélin hefur verið leyst, henni snúið og hún bundin að nýju. 

En það vantar ekki að þetta erfiði er góð líkamsrækt og hressandi. 

Og einn af gömlu Fiötunum mínum, Fiat 600, (Zastava 750) árgerð 1972 er í góðu yfirlæti í versluninni Tekk Company skreyttur á þann hátt að það er alveg í anda jólanna að láta myndir af honum fljóta hér með og minni á myndir úr árlegum fjölskylduhittingi á aðfangadagskvöld, sem ég var loks að setja inn í næsta blogg á undan þessu. 

 


mbl.is Fótboltahöll hrundi til grunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hressandi innan sem utan dyra.

Það eru hressandi dagar, utan sem innan dyra, þessa jólahelgi. img_2274.jpg

Það eitt að fara í matarboð til hjónanna Ölmu, dóttur okkar og Inga R. Ingasonar kostaði hressandi snjómokstur og snjóhreinsun bílsins auk þess sem ég hreinsa reglulega snjó af 39 ára gömlum jöklabíl, sem ég vil helst hafa tiltækan með sem minnstum fyrirvara ef þörf krefur. 

 img_2277.jpg

Heimili okkar er nokkurs konar skiptistöð fyrir jólagjafir síðdegis á aðfgangadag þannig að margir úr fjölskyldunni koma þá. 

Síðar, á aðfangadagskvöld, koma flestir við hjá okkur á ný. 

 

Hér er efst mynd þar sem gægst er inn í stofuna okkar og aðeins lítið brot af gestum sést því að við eigum alls 28 beina afkomendur, auk maka og vina og því jafn hressandi innan dyra sem utan. 

 img_2275.jpg

Fremst á myndinni er Stella Björg dóttir Óskars Olgeirssonar og Ninnu, tíu ára, en fjær má sjá Ómar Egil Ragnarsson 19 ára og móður hans Kristbjörg Clausen. 

 

Fjöldi fólksins í fjölskyldunni veldur því, að eins og sést á veggnum til hægri. er orðið mjög lítið rými fyrir myndir af fólkinu. 

 

Á næstu mynd eru þær frænkur Birna Marín (13), dóttir Friðriks Garðars Sigurðssonar og Iðunnar  og Hekla Sól (12), dóttir Hauks Olavssonar og Láru.  

 

img_2288.jpg

Næst kemur mynd af þremur systrum af fjórum, Iðunn (39), Jónína (49) og Láru (40). 

 

Síðan er mynd af Iðunni Huldu, dóttur Hauks og Láru (17) og vini hennar, Símoni Pétri Kummer. 

 

 

img_2279.jpg

Þá er mynd af Pétri Holger (17) syni Ragnars og Kristbjargar, og vinkonu hans, Katrínu Halldórsdóttur.

 

 

Næst er mynd af Sigurði Kristjáni (16) syni Friðriks og Iðunnar og frænku hans, Helgu Rut (15), dóttur Hauks  og Láru. 

 

 img_2285.jpg

Þetta verða aðeins nokkrar myndir sem koma inn  í rólegheitum í stíl tímarita og blaða, aðeins nokkur tilfallandi andlit af handahófi eins og gengur. 

 

 

 

 

 

 

Loks átti að vera mynd af tveimur af fjórum börnum Óskars Olgeirssonar og Ninnu, Auði (25) og Olgeiri (22) og á uppkastinu er hún inni en virðist af einhverjum ókunnum tæknilegum ástæðum ekki komast inn á endanlegu útgáfu síðunnar....

...nei, kom hún ekki loksins inn! 

 

img_2280.jpg

 


mbl.is Margir teyguðu ferska loftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. desember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband