Egypskt "torg hins himneska friðar"?

Alkunna er hvernig mótmæli almennings í Kína voru barin niður með harðri hendi á Torgi hins himneska friðar 1989.

Hætt er við að á sömu lund fari nú í Egyptalandi.

Hinir spilltu einvaldar Sádi-Arabíu hafa tekið sér stöðu með Mubarak og þar með eru Bandaríkjamönnum settir þeir afarkostir að amast ekki við ríkjandi ástandi í Miðausturlöndum, enda á Mubarak líka áhrifamikla bandamenn þar sem eru Ísraelsmenn. 

En með engu móti munu Bandaríkjamenn dirfast að styggja olíufurstana. 

Olían er sterkasta afl samtíma okkar og það sem viðheldur núverandi heimsástandi, sem menn ætla að hanga í svo lengi sem hægt verður og helst lengur ef það væri hægt að fljóta sofandi að feigðarósi

 


mbl.is Herinn bjargi þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gráa svæðið og línan.

Hugtakið "grátt svæði" er oft notað um ýmis svið, þar sem óljóst þykir hvar skuli draga línuna milli löglegs athæfis og ólöglegs. Þegar kemur til kasta dómstóla að draga línuna, hefur oft verið í gangi tilhneiging til þess að færa gráa svæðið æ lengra út.

Dæmi um þetta var dómur vegna æviminninga, sem komu út á níunda áratugnum. Fram að því höfðu bersöglislýsingar af ýmsu tagi orðið æ svæsnari í ævisögum og komin upp óbein samkeppni á milli bókaútgefenda í þeim efnum til þess að skapa umræður og þar af leiðandi betri sölu.

Í viðkomandi ævisögu var gengið mjög langt og í málaferlunum, sem af hlutust, urðu bókarhöfundur og útgefandi að lúta býsna hörðum dómi. 

Á þessum tíma var ég með bækur á markaðnum nokkur jól og fylgdist með þessu máli, meðal annars í samtölum við útgefanda minn og aðra útgefendur. 

Ég fékk að heyra það í trúnaði að útgefendum væri að vissu leyti létt við þetta því að nú vissu þeir hvar hin lagalega lína lægi. Með því að fara sífellt lengra út á hinn hála ís hefðu útgefendur staðið að lokum frammi fyrir hinu óhjákvæmilega, að línan yrði dregin. 

Eftir að þetta gerðist hafa ekki komið aftur upp hliðstæð mál. 

Það er gott ef mál Eiðs Smára og DV fer fyrir Hæstarétt svo að botn fáist í það hvar gráa svæðið endar við þá línu, sem dregin verði. Ekki ætt að vera hægt að efast um að einhvers staðar liggi þessi lína, því að annars fara menn alltaf lengra og lengra líkt og gert var í ævisögunum hér um árið. 

 


mbl.is Vakning fyrir fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sunnanvindur, svara þú mér..."

Ofangreind orð söng Örvar Kristjánsson á sínum tíma undir laginu "Mister Sandman". Sunnanvindurinn hans var að vísu mun þýðari en sá sem við eigum von á í nótt og í fyrramálið, en engu að síður hlýr.

Ýmsir verða til að bölva vindbelgingnum, sem oft er hér á þessum árstíma en þeir gleyma því, að til þess að færa hlýindi og raka svona langt norður að heimskautsbaugi í vetrarskammdeginu þarf gríðarlega mikla orku. 

Eigi svona mikill og hlýr loftmassi að komast til okkar þarf hann að blása af miklum krafti um langan veg.

Og við getum ekki ætlast til þess að hér sé allt frá 10 og upp í 40 stigum hlýrra á þessum árstíma en á stórum svæðum á sömu breiddargráðu. (T.d. í Síberíu) nema reginöfl komi til skjalanna.

Þess  vegna eigum við bara að taka undir með Hannesi Hafstein þegar hann kveður: "Ég elska þig, vindur, sem geysar um grund !"


mbl.is Spáð ofsaveðri í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband