12.2.2011 | 22:35
Grípandi lag!
Meginstaf lagsions "Aftur heim" söng eitt allra laga í hausnum á mér eftir að ég heyrði lögin, sem kepptu það kvöld. Það er stærsti kostur lagsins en getur líka verið ókostur, því að þá er hætta á því að maður fái leið á því.
En í lokakeppni Evróvision verður þetta kostur, því að fjöldi laganna er svo mikill, og þetta lag,"Aftur heim" verður líkast til nokkuð ólíkt öðrum lögum sem verður flutt í Dusseldorf.
Að minnsta kosti heyrist mér að bæði í Noregi og Svíþjóð gangi yfir frekar einhæfur smekkur varðandi það hvað séu "góð Evróvisionlög" og í keppninni í Svíþjóð, sem ég heyrði fyrir hreina tilviljun, var þessi einhæfni áberandi í nær öllum lögunum og mér fannst hennar gæta líka hér heima í nokkrum laganna.
Í hitteðfyrra greip norska lagið mig svo gersamlega við fyrstu hlustun að ég féll algerlega fyrir því frá þeirri stund.
Hvort "Aftur heim" getur notið þess hve grípandi það er, er hins vegar allsendis óvíst.
Ef einhvern tíma hefði verið grundvöllur fyrir lagi sem byggði á heimsfrægð eldgossins í Eyjafjallajökli var það nú. Eftir ár verður sá möguleiki að mestu liðinn hjá. Flutningur lagsins "Eldgos" var áhrifamikill í kvöld en Magni og Jógvan eru dæmi um söngvara sem geta gert söngvakeppni að söngvarakeppni.
![]() |
Aftur heim sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2011 | 21:11
Stolt Íslands.
Það þótti ekki öllum sjálfgefið fyrir tuttugu árum að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna. Þau höfðu verið hluti af Sovétríkjunum í hálfa öld og Gorbasjof hikaði ekki við að senda hermenn og skriðdreka á vettvang þegar íbúar þessara ríkja gáfu til kynna að þeir vildu brjótast undan okinu.
Margir óttuðust reiði og áhrif stórveldisins og þjóðir heims tvístigu því í þessu máli.
En einn stjórnmálamaður virtist ekki í vafa á þessum tíma um það hvað bæri að gera; Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra Íslands, og blés á úrtöluraddirnar.
Mörgum sýndist hann vera að leggja til aðgerð, sem væri áhættusöm, en reynslan sýndi, að stöðumat hans var hárrétt og fyrir bragðið leikur sérstakur ljómi um nafn Íslands í Eystrasaltslöndunum.
Á þeim tímum sem orðstír okkar hefur laskast mjög er dýrmætt að eiga atvik í sögu landsins okkar sem ljómi mun leika um á meðan land byggist.
![]() |
Afhjúpaði minningarskjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2011 | 12:54
Dásamlega ósammála. Gott!
Það er gaman að fylgjast með umfjöllun fjölmiðla um lögin, sem keppa til úrslita í kvöld í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Spekúlantarnir álitsgjafarnir eða sérfræðingarnir, eins og þeir eru kallaðir, eru svo dásamlega ósammála um flest, en einkum þó um lagið Eldgos sem fær allan regnbogann af umsögnum.
Þetta er gott. Það væri slæmt ef fjölmiðlar fara að blanda sér í þetta mál á þann hátt að þeir dragi taum eins lags frekar en annars. Þetta er eitt helsta umræðuefni og viðfangsefni þjóðarinnar í skammdeginu og þjóðinni á að treysta fyrir því að dæma um lögin en leyfa fjölmiðlunum að standa hjá og fylgjast með án íhlutunar.
![]() |
Eldgos er sturluð snilld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2011 | 02:27
Hvað um Sádi-Arabíu?
Það hefur verið sagt að Egyptar séu valdamesta þjóðin í Miðausturlöndum. Það er ekki rétt. Sádi-Arabía gegnir í krafti einstæðs olíuauðs síns algeru lykilhlutverki í valdakerfi heimsins.
Þar ríkir gerspillt harðstjórn og einræði moldríkrar valdaklíku sem minnir meira á miðaldir í hugsunarhætti sínum en valdhafa á 21. öld.
Fyrir nokkrum árum komum við hjónin til Avon í Klettafjöllunum, en þá hafði þessi bær náð þeim áfanga í semkeppni við Aspen sem skíða- og ferðamannastaður, að krónprins Sádi-Arabíu hafði komið þangað til að renna sér á skiðum í stað þess að gera það í Alpafjöllum.
Þessi eini maður tók 100 herbergi á leigu í hótelinu og limúsínur og þyrlur þessa auðmanns settu mikinn svip á bæinn. Almenningur þar var tt fyrir auglýsinguna sem heimsóknin vakti, og tekjurnar, sem hún gaf, yfir sig hneykslaður á bruðlinu og firringunni, sem því fannst fylgja þessu slekti.
Þegar ég benti þeim á það að þessi ríkismannabær með öllum sínum flota lúxusbíla og pallbílatrölla ætti allt sitt undir því að halda friðinn við olíufurstann, sljákkaði aðeins í hneykslunarröflinu.
Samúð Vesturlanda með lýðræðisumbótum í Arabalöndunum nær varla lengra en að bensíndælunum hjá okkur. Þegar hinir raunverulegu olíuhagsmunir hins bandaríska lífsstíls koma til sögunnar er hætt við að allt annað víki.
Sádarnir lýstu yfir stuðningi við Mubarak á síðasta valdadegi hans og munu áreiðanlega ekki gefa eitt einasta dollarasent eftir ef kemur til þess að orða lýðræðisumbætur í olíuríkjunum.
Byltingar í olíurikjunum er vafalaust einhver skelfilegasta tilhugsun, sem ráðamenn stórveldanna geta ímyndað sér því að allt efnahagsmynstur veraldarinnar hangir á olíunni sem streymir þaðan jafnt til Bandaríkjanna sem Kína og Japans.
![]() |
Þjóðarleiðtogar styðja Egypta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)