25.2.2011 | 20:54
Firringin nær nýjum og nýjum hæðum.
Firring Gaddafis nær nýjum og nýjum hæðum og siglir hraðbyri fram úr vitfirringu sambærilegra harðstjóra og einræðisherra. Hitler datt aldrei í hug í brjálæði sínu síðustu mánuði stríðsins að þjóðin elskaði hann lengur heldur taldi hann að þjóðin hefði brugðist sér hrapallega.
1979 var Íranskeisari genginn af göflunum í stórmennskubrjálæði þar sem hann ráðgerði að ná yfirráðum yfir olíuríkjunum við Persaflóa.
Firringin getur náð langt út fyrir harðstjórann. Þegar Stalín dó voru skrifaðar harmþrungnar greinar í Þjóðviljann þar sem þessi mesti mannvinur og mikilmenni allra tíma var sárt syrgður.
Að vísu voru eftirmenn hans ekki búnir að fletta ofan af morðæði hans en höfðu verið þess duglegri meðan hann var lifandi til að ausa hann lofi og ljúga til um hið raunverulega ástand.
Mussolini sá sjálfan sig sem síðbúinn arftaka voldugustu keisara Rómaveldis í nýju heimsveldi Ítala sem tæki hinu forna fram. Lýbía var hugsuð sem stökkpallur til gríðarlegra landvinninga í Afríku.
Síðsumars 1942 undirbjó hann vandlega sigurför sína inn í Kairó sem myndi síðan halda áfram yfir Miðausturlönd allt norður til Sovétríkjanna þar sem herir Þjóðverja og Ítala áttu að mætast eftir glæsilegar herfarir hans og Hitlers, annars vitfirrings, sem leit á þýska heimsveldið sem "þúsund ára ríkið".
![]() |
Líbíska þjóðin elskar mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.2.2011 | 12:28
Hefði átt að spyrja um Gæsluna?
Strandgæsla og vopnaðir lögreglumenn flokkast almennt ekki sem her en línan þarna á milli getur stundum verið óskýr. Við Íslendingar háðum þrjú þorskastríð við Breta og þegar skotið var með fallbyssu á togarann Everton norður af landinu má segja að vopnavaldi hafi verið beitt af hálfu okkar.
Við höfum hins vegar ævinlega skilgreint okkur sem vopnlausa þjóð sem þar af leiðandi hefði ekki þann hugsunarhátt sem hjá öðrum þjóðum hefur þróast gagnvart her og hervaldi.
Skoðanakönnun gagnvart her almennt hefði kannski átt við hér gagnvart varnarliðinu á Keflavíkurlugvelli ef það hefði enn verið þar.
Ég man ekki hvort Landhelgisgæslan hefur verið í hópi þeirra stofnana, sem spurt hefur verið um í skoðanakönnunum hér á landi, en ef svo væri gert, myndi líklega mælast miklu meira traust en gagnvart her almennt.
![]() |
Spurt almennt um heri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)